Hvað kostaði Péturskirkjan í Róm?

Íbúum Fjallabyggðar er hér með óskað til hamingju með að í dag voru Héðinsfjarðargöngin opnuð með pompi og prakt og framvegis verða aðeins 15 kílómetrar á milli miðkjarna vestur- og austurbæjar Fjallabyggðar og styttist þar með úr um 60 kílómetrum yfir sumarmánuðina, en úr 180 kílómetrum að vetrarlagi.

Til samanburðar má nefna að þessir fimmtán kílómetrar samsvara vegalengdinni úr Grafarvogi og vestur á Granda í Reykjavík og því hægt að gera sér í hugarlund hverning Grafarvogsbúanum hefði þótt það, að þurfa að fara Þingvallahringinn í hvert sinn sem hann hefði þurft að fara frá heimili sínu og vestur á Granda að vetrarlagi.  Þetta er því gríðarleg samgöngubót og í raun forsenda þess að Siglufjörður og Ólafsfjörður geti virkað sem eitt sveitarfélag, með þeirri hagræðingu sem því fylgir.

Einnig er alveg víst að þessi nýja tenging mun stórauka freðamannastraum um Tröllaskaga, þar sem nú verður hægt að fara hringferð um skagann í stað þess að Siglufjörður var endastöð vestan á skaganum og Ólafsfjörður að austanverðu.  Í bónus fæst svo aðgangur að hinum mikilfenglega Héðinsfirði, sem afar fáir hafa augum litið fram að þessu.

Reykvíkingar horfa mikið á kostnaðinn við þessi göng og finnst þetta mikið bruðl í þágu fárra, en sannleikurinn er sá að þessi samgöngubót mun nýtast öllum Íslendingum, sem ferðast munu um landið í framtíðinni ásamt þeim síaukna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið.

Göngin eiga eftir að þjóna sínu hlutverki um mörg hundruð eða þúsundir ára og enginn mun spyrja að því eftir hundrað ár og enn síður eftir fimm hundruð, hvað þessi göng hafi kostað.  Spyr nokkur um það núna hver byggingakostnaður Péturskirkjunnar í Róm hafi verið á sínum tíma?

Spyr yfirleitt nokkur um kostnað vegna menningarverðmæta fortíðarinnar?


mbl.is Búið að opna Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Eg tek undir með þér og óska Íbúum Fjallabyggðar til hamingju með Héðinsfjarðagöngin.

Sölvi Arnar Arnórsson, 2.10.2010 kl. 20:34

2 identicon

Flutningsgeta þessara jarðgangna jafngildir gangbraut við rólega umferðargötu í Reykjavík. En hver er svo kostnaðarmunurinn ?

axel (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 20:49

3 Smámynd: Benedikta E

Gott mál með göngin.................En aftur á móti með Péturskirkjuna í Róm - þá gleymist ekki hvernig bygging þeirrar kirkju var fjármögnuð - með fjármunum fyrir synda- aflausn kaþólikka.....................

Benedikta E, 2.10.2010 kl. 21:21

4 identicon

Axel óskráði þetta svar þitt er afleitt, flutningsgeta tvöfaldsvegar er auðvitað mun meiri heldur en gangbrautar.
Annars er ég sammála þér að mörgu leiti Axel bloggari fyrir utan viðlíkinguna þar sem að þessi göng munu þurfa fara í gegnum margar og dýrar viðgerðir til að fá að standa í mörg hundruð ár.

Þorkell (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:27

5 identicon

Þeir eiga þetta skilið.. Nóg hefur verið stjanað við fólk á höfuðborgarsvæðinu.....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:33

6 identicon

Eins og nútímafóklk rífst um kostnað á montbyggingum var slíkt hið sama á byggingartíma þessa mannvirkis í Róm. Og vonandi heldur fólk því afram til að veita minnismerkja pólitýkusum aðhald.Svo er hin spurningin af hverju heimamenn hugsuðu ekki eins og Rómverjar og byggðu þessi göng ekki sjálfir á hundrað og tuttugu árum. Þá hefði kosnaður verið um 5o.ooo.ooo. kr á hvort þorp á byggigatímanum á ári.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:45

7 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Hvað kostuðu Héðinsfjarðargöngin mikið og hvað er það mikið að meðaltali á hvern bíl sem mun fara þarna um? Hefði etv. verið ódýrara að hafa einkaþyrlur til að fljúga með fólkið?

Og þá er Landeyjarhöfn önnur "Péturskirkjan" nema hvað gallinn er sá að Landeyjarhöfnin  er byggð á sandi......rétt eins og rökin fyrir Héðinsfjarðargöngunum......

Bragi Sigurður Guðmundsson, 3.10.2010 kl. 04:49

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel Jóhann - þakka þér færsluna -

fólk sem veit ekkert hvað það er að brjótast í gegnum margra metra háa skafla - vitandi ekki hvort nauðsynjar geti borist í byggðarlagið - né heldur hvernig innilokunin getur farið með fólk getur ekki tjáð sig um þetta mál.

Þau hafa engar forsendur til þess -

Til hamingju með göngin -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 09:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ýmsir spyrja hver kosnaður sé á hvern bíl sem muni aka um Héðinsfjarðargöng.  Því verður líklega ekki auðsvarað fyrr en birtar hafa verið umferðarspár fyrir næstu þúsund ár, eða þó ekki væri nema fyrir þrjúhundruð ár.

Svo er líka spurning hvernig á að verðmeta umferðaröryggi, tímasparnað og mannslíf, sem hugsanlega bjargast vegna þessara gangna.  Þá er eftir að reikna þjóðhagslegan sparnað vegna styttingar vegalengda og samrekstrar opinberrar þjónustu o.s.frv.  Raunverulegur peningalegur ávínningur, beint í vasa Reykvíkinga, verður líklega ekki hægt að reikna í nákvæmar krónuupphæðir, en gildi gangnanna er eftir sem áður ómetanlegt fyrir þjóðarbúið, til framtíðar litið.

Reykvíkingar þyrftu einstaka sinnum að slíta sig frá glápinu á eigin nafla.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2010 kl. 13:02

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

pr bíl?

Margir virðast velta þessari spurningu fyrir sér.

Ef þú slasast lífshættulega og kemst ekki vegna fannfergis og óveðurs - hvernig reiknar þú þá út - pr. bíl - (sem kemst ekki vegna ófærðar ) þyrlu ( sem kemst ekki heldur vegna veðurs ?

Ef þú býrð í afskekktu byggðarlagi og veður hamlar flutningi nauðsynjavara - hvernig metur þú þá pr. bíl?

Ef þú þarft að standa í margra klukkustunda snjómokstri í 4-7 metra háu fannfergi á þjóðveginum -til þess s að koma barni þínu til læknis - hvernig reiknar þú þá út pr. bíl - að ekki sé talað um ef þú kemst of seint með barnið til læknis.

Þessi göng eru ekki bara til þess að stytta vegalengdir  á milli staða - þau eru ekki síst öryggisatriði.

Til hamingju með göngin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband