Útvarp Saga ýtir undir ofbeldi

Undanfarna daga hefur Útvarp Saga, og þá sérstaklega Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður og stjórnarmaður stöðvarinnar, nánast hvatt hlutstendur sína til ofbeldisverka gagnvart ríkisstjórninni og "stjórnmálastéttinni", eins og Pétur orðar það.

Í gær, eða fyrradag, hringdi inn maður og hvatti fólk til að mæta við þinghúsið á morgun með vatnsbyssur, fylltar af hlandi, og sprauta úr þeim yfir þingmenn við þingsetninguna og Pétur tók undir þetta með manninum, en lagði þó til að vatn yrði látið duga sem hleðsla í byssurnar.

Í morgun hvatti Pétur alla hlustendur stöðvarinnar lögeggjan að mæta til mótmæla við Alþingi á morgun og sagði að ekkert nema ógnanir dygðu til að hafa áhrif á "stjórnmálastéttina", án þess þó að útskýra betur fyrir hlutstendum hverning ógnanir væru áfrifaríkastar.  Óhætt er að segja að aðrir eigs öfgar og óhróður gegn stjórnmálamönnum hefur aldrei áður heyrst eða sést í íslenskum fjölmiðlum og Pétur þessi lætur sér sæma að dengja yfir hlustendur stöðvarinnar.

Útvarp Saga, þrátt fyrir einstaka ágæta þætti, er án nokkurs vafa einn auðvirðilegasti fjölmiðill landsins nú um stundir og er DV þá meðtalið.


mbl.is Viðbúnaður með venjulegu sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að Pétur Gunnlaugsson sé á barmi taugaáfalls. Hann tekur æ oftar orðið af innhringendum og heldur yfir þeim þrumandi ræður um "stjórnmálastéttina". Nýlega var besti þáttastjórnandinn á Sögu rekinn, sennilega fyrir það stílbrot að hann vandaði ætíð sín ummæli og umræður um fólk og leið ekki innhringjendum að fara "yfir" strikið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 13:52

2 identicon

Axel hættu að kóa með stjórnmálaelítunni.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt nafni, að þó maður væri ekki alltaf sammála Sigurði G., þá var hann mun hófstilltari og vandaðri þáttastjórnandi en Pétur Gunnlaugsson.  Einnig er rétt, að maður hefur haft á tilfinningunni undanfarna daga að maðurinn sé að fara algerlega á taugum og verst var ástandið á honum þegar hann hélt að meirihluti væri í þinginu fyrir því að stefna engum ráðherra fyrir Landsdóm.

Honum létti mikið, þegar samþykkt var að ákæra Geir H. Haarde og var greinilegt að honum þótti það ágæt sárabót, þó hann hefði helst viljað láta ákæra alla ráðherra fyrrverandi stjórnar.

Það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir, en það er ekki sama hvernig þær eru settar fram, allra síst í fjölmiðlum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 13:59

4 identicon

Komdu sæll; Axel Jóhann !

Ég hygg; að þú teljist nú eldri, en tvævetra, Axel Jóhann.

Sérðu ekki í hendi þér; hverjir hafa skapað þetta ástand ?

Fyrst og fremst; liðónýtir og lítilsigldir stjórnmálamenn, þíns flokks - sem annarra.

Taktu niður einglyrnið; Axel minn, og sjáðu hlutina, í réttu ljósi. Margt; má að Útvarpi Sögu finna, en það gefur þó fólki kost á, að koma skoðunum sínum á framfæri, ólíkt;; skylduáskriftar útvarpinu okkar (RÚV), og glamur og síbýlju stöðvanna, þó þeir Þorgeir og félagar hans, á Bylgjunni, auk Heimis og Kolbrúnar, vilji gefa ráðrum til skoðanaskipta, að þá eru þeim mjög bundnar hendur, af þessum svokölluðu ''eigendum'' þeirrar stöðvar, sem kunnugt er.

Aðeins; að komast út úr FLOKKS hamnum, Axel minn - og farðu um landið, og sjáðu, hversu dekurkálfar frjálshyggju Kapítalisma og Kommúnisma, hafa komið til leiðar - og teldist gott, ef ekki tæki árhundruð / eða þá; árþúsund, að hreinsa upp, eftir ógnar öflin.

Svo; þykjast sumir, geta verið að hneykslast, á Fasisma - Nazisma (þeim gamla; ekki skriffinnsku Nazisma ESB, í Brussel)  og Zíonisma, Axel Jóhann, hér á vefnum. Þeir; hinir sömu, ættu að líta okkur nær, eða til okkar samfélags í dag, svo sem.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar Helgi, það er gott og blessað að leyfa hlutstendum að tjá sig um menn og málefni, en það ætti að vera hlutverk þáttastjórnandans að hafa hemil á orðbragði og ofstæki viðmælendanna.  Þegar þáttastjórnandinn er öfgafyllstur allra, er hins vegar illt í efni, en það er það sem að er í þessu tilfelli.

Á meðan Pétur og Eiríkur eru vörumerki Útvarps Sögu, getur hún ekki flokkast með fjölmiðlum, sem mark er á takandi.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 14:11

6 identicon

http://this.is/nei/?p=6704 

ég vona að þetta rifjist upp fyrir ykkur gullfiskunum fyrir hvern Lögregla vinnur. Fjárkúarana  en blóðug bylting er Gas og barnsmíðar Lögreglu. Þar sem Lögregla er sniðið að fyrvernadi valdaræningjum 6 áratugina. en Nú er komið að suðupúnti. 60 ára einræði sem skýlir sig á bakvið Lýðræðið fólkið fátæktina.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/30/reidin_radi_ekki_for/

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:17

7 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Axel Jóhann, síðuhafi !

Jú; rétt er það. Orð eru; til alls fyrst. En; .......... skapa þarf Alþýðunni grundvöll, til þess að skipa sér í raðir, ef til hugsanlegra átaka kynni að koma, en munum líka, að það er undir handónýtum Alþingismönnunum (all flestum) komið, að þeir yfirgefi vettvang sinn; friðsamlega, og viðurkenni afglöp sín, undanfarin ár og áratugi.

Með því móti; þyrfti ekki, að koma til neinna átaka, ágæti drengur.

Utanþingsstjórn; okkar mætasta fólks, tæki síðan við - til ótiltekins tíma.

Ábyrgðin; á friði / eða þá friðslitum, er alfarið, í höndum þeirra illu hjúa, Jóhönnu og Steingríms, eins og nú háttar til, í víðasta samhengi.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:21

8 Smámynd: Jón Þorbjörnsson

Góð ábending hjá þér Axel. 

Það er svona eins og það sé sjúklegt ástand yfir stöðinni.

Jón Þorbjörnsson, 30.9.2010 kl. 14:27

9 identicon

Sælir; enn !

Kristján Loftur !

Vinsamlegast athugaðu. Ég telst vart; til meintra Gullfiska / hvað þá minnis þeirra, og vil ég vísa þér, til harðvítugra skrifa minna, á síðu minni, máli mínu, til sönnunar.

Þar; sérð þú enga Kristilega fyrirgefningar tilbeiðslu,( þó svo ég styðji hina fornu Rétttrúnaðar kirkju (Austurkirkjuna - Orthodx), svo sem, enda vil ég taka á eyðingaröflunum, sýni þau enga iðran - né yfirbót, ágæti drengur.

Með; ekki lakari kveðjum, þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:28

10 identicon

Sammála, í einu og öllu minn kæri.  Hinsvegar þrátt fyrir að ég gjörsamlega fyrirlíti ofbeldi þá kæmi mér ekki á óvart að það yrði "harka" núna í vetur þegar uppboðin fara fram.  Sú ólga sem er núna er allt, allt öðruvísi en í janúar þegar hin svokallaða bylting fór fram.  Núna eru liðin tvö ár, afkoma millistéttar hefur versnað til muna og ótrúlegur fjöldi fjölskyldna er í skelfilegum málum.  Sjálfsvígum hefur fjölgað, reiðin er að magnast.  í Janúar byltingunni var þetta meira fólk að mótmæla frjálshyggjunni, listamenn t.d fjölmennir EN núna erum við að tala um fólk sem hefur misst allt sitt eða er við það að missa allt sitt vegna aðgerðaleysis stjórnvalda.  Reiðin er því allt önnur og öðruvísi núna og þess vegna (því miður) býst ég við meira ofbeldi og látum.  Ítreka, því miður.  Veit það bara og hef hitt svo marga og þekki til margra sem bókstaflega "sjóða" af reiði.  Á öllum mínum árum man ég ekki eftir annari eins reiði.

Við hrunið var flokkunum sem var við völd komið frá... eða hvað.  Samfylking hélt reyndar áfram og mynduð var "norræn velferðarstjórn" sem eins og allir vita hefur ekkert gert til að bæta ástand og í raun hafa hlutir versnað.  Reiði fólksins er því tvöföld, því þeir sem göluðu mest á t.d Sjálfstðisflokk og vildu taka við og bæta hlutina hafa fallið á prófinu.

Óska þess að ekki komi til ofbeldis en er svartsýnn, það eru það margar fjölskyldur, einstaklingar í þannig hugarástandi (sem er aðstæðum um að kenna) að ekki er útlit fyrir neitt annað.

Baldur (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:47

11 identicon

Orsök -- afleiðing...

Það væri þá hægt að segja að leiðtogar byltingarinna í Frakklandi 1789 hafi verið svo ósvífnir að hvetja til ofbeldis. Ekki lénsherrarnir sem voru að sjálfssögðu búnir að ýta fólkinu út á bjargarbrún.

Þegar venjulegt fólk, sem aldrei hefur hugsað um að beita ofbeldi áður, fer að hugleiða einmitt það þá má hugleiða hvað eða hverjir eru það í raun og veru sem hvetja til ofbeldis.

Ekki er ég sérstakur stuðningsmaður Útvarps Sögu en staðan er ekki svarthvít og svona blammeringar sýna eingöngu það að höfundur er fastur í litlum kassa sem heltekur skoðanamyndun hans. Sérstaklega í ljósi þess að hann bloggar á moggablogginu, minnist ekki á áróðursritið Morgunblaðið í hugleiðingu sinni. Ber vott um flokkspólitíska skoðun og/eða sérhagsmunatengsla skoðun.

Kannski er bara erfitt fyrir eldri borgara að komast út úr kalda stríðs hugarfarinu.....

Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:02

12 identicon

Kristján Loftur, ég vona að hluti þessara 300.000 króna fari í það að óla þig niður og koma þér á afvikin stað. Það hugarfar sem þú sýnir hér getur aldrei orðið samfélagi til góða og er til þess eins fallið að rífa niður og sundra.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðgeir, ekki minnist ég þess að hafa séð Moggann hvetja til uppþota og ofbeldis, þó hann sé að sjálfsögðu í andstöðu við þá ríkisstjórn, sem illu heilli situr nú að völdum hér á landi.

Ekki er ég stuðningsmaður stjórnarinnar og hef gagnrýnt getu- og aðgerðarleysi hennar óspart, en aldrei hefur mér samt dottið í hug að mæla með ofbeldi eða skrílslátum gegn henni.

Þú getur kallað það gamaldags- eða kaldastríðshugarfar, eða hvað annað fyrir mér, þú talar bara og skrifar eftir þínu eigin geðslagi og smekk.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 15:15

14 identicon

Þú sérð það auðvitað ekki, en punkturinn minn er sá að Mogginn gæti verið að hvetja til ofbeldis með því einmitt að gera ekki upp hrunið, taka ekki á þeim málum sem liggur á fólki og síðast en ekki síst reyna til þrautar að kenna öðrum en ritstjórahirðinni og útvegslénsherrunum um óæskileg vinnubrögð í fortíð og nútíð.

Það fer virkilega fyrir brjóstið á mörgum hvernig þeir verja hagsmuni útgerðarinnar um óbreytt ástand þegar krafan er um breytt vinnubrögð og hugarfar.

Þú áttar þig að sjálfssögðu ekki á því að þú getur vel hvatt til ofbeldis án þess að segja það berum orðum heldur gerir það með verkum (eða skorti þar á).

Ekki er ég stuðningsmaður VG/Samfó ríkisstjórnarinnar en þú getur kannski frætt okkur um það hvort þú sért harður stuðningsmaður Davíðs erkiklerks og ríkistjórna hans hér á árum áður?

Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:34

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðgeir, ég er búinn að vera harður stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í áratugi og ef þú ert að fiska eftir því hvort ég hafi stutt einkavæðinguna, þá gengst ég fúslega við því.

Einkavæðingin var af hinu góða, en hins vegar gat enginn séð fyrir að bankarnir myndu áður en lyki enda í höndum hreinna glæpamanna, sem notuðu þá eins og einkasparibauka og ráku þá eins svo glæpsamlega, að alþjóðlega bankakreppan lenti mun verr á Íslendingum, en hefði orðið ef bankarnir hefðu ekki verið glæpafyrirtæki.

Glæparekstur á ekkert skylt við einkarekstur.

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 16:47

16 identicon

Einmitt. Takk fyrir það. Akkúrat það sem ég þurfti að vita.

Hvað áttu annars við að þú hafir verið "harður" stuðningsmaður?

Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:51

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki oft tekið svo til orða að menn séu "harðir" stuðningsmenn þessa eða hins, t.d. stjórnmálaflokka og knattspyrnuliða, þegar í raun er átt við að menn séu einlægir eða dyggir stuðningsmenn?

Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 16:58

18 identicon

Jú, það er alveg rétt hjá þér að oft er tekið slíkt til orða.

Tel það einmitt vera eitt af vandamálum þessa lands hversu fólk getur verið 'harðir' stuðningsmenn knattspyrnuliða... ég meina stjórnmálaflokka.

Enda hefur upplýst umræða, heilbrigð sjálfsgagnrýni og tær hugsjónarmennska aldrei átt mikið upp á pallborðið hér á landi.

Bara styðja Val í rauðan dauðan.... eða Framsóknarflokkinn....

Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:25

19 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Þórður Ingi !

Það er nú; alveg óþarft hjá þér, að tala í þessarri tóntegund, til Kristjáns Lofts.

Honum er; mikið niðri fyrir - og ekki; að ósekju, því miður; þér, að segja.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:54

20 identicon

Heill og sæll Óskar.

Ég stillti mig nú bara inn á tónsvið Kristjáns. Hann er ekki fagur þessi kórsöngur, það skal ég viðurkenna.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:29

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Utanþingsstjórn; okkar mætasta fólks, tæki síðan við - til ótiltekins tíma." segir Óskar Helgi.

Hver á að velja þetta "mætasta fólk" ?

Skeggi Skaftason, 30.9.2010 kl. 21:37

22 identicon

Heilir og sælir; Þórður Ingi - sem Axel Jóhann síðuhafi, og aðrir gestir hans !

Þórður Ingi !

Nei; satt er það, með kórsönginn - en; illnauðsynlegur er  hann þó.

Þegar land okkar; er komið langt niður fyrir Kongó og Búrma; siðferðilega, hljóta öll tiltæk ráð að mega brúkast, gegn forynjum hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarsins, hér heima, Þórður minn.

Með; enn betri kveðjum, sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:37

23 identicon

Og; sælir aftur !

Skeggi !

Það; verður að ákvarðast, í fyllingu tímans, að sjálfsögðu, ágæti drengur.

Mbkv. / ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:40

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pétur hefur nú tekið það sérstaklega fram, að hann hvetji ekki til ofbeldis.

Ertu ekki á sama máli og ég og hann um það, Axel?

En: "Óhætt er að segja að aðrar eins öfgar og óhróður gegn stjórnmálamönnum hefur aldrei áður heyrst eða sést í íslenskum fjölmiðlum og Pétur þessi lætur sér sæma að dengja yfir hlustendur stöðvarinnar," segir þú hér, Axel minn. Áttu við að sprauta vatni úr vatnsbyssu? Er það alvarlegra en grjótkastið á Alþingi 30. marz 1949?

Þarftu ekki að fara að rifja upp Þjóðviljafræðin til að hafa alvöru samanburð? Eða hvernig var með Verklýðsblaðið hans Brynjólfs Bjarnasonar? Eða Stéttabaráttuna löngu seinna? Var ekki hvatt þar til byltingar?

Ertu annars ekki sammála honum Svani Kristjánssyni Samfylkingarprófessor: Þetta er bara búið, þetta er ónýtt. Jóhanna biðjist lausnar.

Kolbrún Bergþórsdóttir ektakrati talar á sömu lund í tveimur mjög snörpum pistlum í Morgunblaðinu eftir að hún kom úr sumarfríinu. Hún talar um stjórnvöld hér sem draugastjórn.

Nokkuð áþekkt á við eðalkratann Ágúst Einarsson, fyrrv. prófessor og rektor á Birfröst (föður Ágústs Ólafs, fv. form. þingflokks Samfylkingarinar), hann hefur enga trú á þessu.

Jafnvdel Jón Baldvin talaði harkalega gegn Ingibjörgu Sólrúnu á ... jú, þú átt kollgátuna, Útvarpi Sögu í gær, í síðdegisþættinum hans ... Péturs auðvitað! Og fór vel á með þeim, sem og Arnþrúði.

Og núna með fáeinna daga millibili sögðu tveir athyglisverðir sig úr Samfylkingunni: annar þeirra lögfræðingur og varaþingmaður í NV-kjördæmi, hinn Hrafnkell Hjörleifsson, sonur sjálfs fyrrv. SF-formanns og utanríkisráðfrúar, svilkonu hans Össurar ESBéings, en þeim síðastnefnda þarf sem fyrst að redda sendiherrastöðunni í Móçambík, eða var hún ekki stofnuð sem lokaskjól fyrir hann?

Gleymum því heldur ekki, að á hinni margmærðu útvarpsstöð, Sögu, kom í ljós í dag með endemum gott fylgi við þessa merkilegu spurningu: Á að draga Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm vegna Icesave-málsins? Smellið og kynnið ykkur niðurstöðuna.

Vandi landsins er ekki í Útvarpi Sögu, heldur í stjórnarráðinu.

Kær kveðja til þín og Óskars Helga.

Jón Valur Jensson, 30.9.2010 kl. 22:06

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ekki gleyma því, að ég verð einmitt þarna á ... Útvarpi Sögu (hvar annars staðar?) á morgun kl. 12.40-13.00 og ætla þín vegna, Axel minn, EKKI að hvetja til ofbeldis í þetta sinn ... hef reyndar aldrei gert það í öllum mínum föstudagsþáttum þar, svo að við höfum það nú á hreinu.

PS. Hefurðu nokkuð talið, hve marga samherja við eigum í Icesave-málinu á Útvarpi Sögu? Auðvitað eru þeir í miklum meirihluta þar – eins og meðal þjóðarinnar allrar. En þessi frjálsi fjölmiðill hefur sannarlega ekki staðið varnarhagsmunum þjóðarinnar í því máli fyrir þrifum.

ÁFRAM ÍSLAND! – EKKERT ICESAVE! – EKKERT ESB! – ENGAN AGS!

Jón Valur Jensson, 30.9.2010 kl. 22:22

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, ég er alveg sammála flestu af því sem fram kemur frá þér hér að framan, enda tók ég fram að á Útvarpi Sögu væru einstaka ágætir þættir, þar á meðal eru þínir pistlar.  Eftir sem áður er ég algerlega ósáttur við þætti Péturs, sem hann notar dag eftir dag, viku eftir viku, til að níða niður og rægja "stjórnmálastéttina" og hvetja til þess að hún verði sett af í heilu lagi með góðu eða illu.  Ég hlusta mikið á stöðina, til að fylgjast með og vera viðræðuhæfur um hana, og get því vitnað um að hafa heyrt Pétur margoft hafa tekið undir með innhringjendum, sem sagt hafa að nú þurfi nýja byltingu, hvatt hafa fólk til að mæta við þinghúsið og grýta það og þingmennina, ausa yfir þá hlandi (sagði viðkomandi að láta vatn duga, en hvatti hann ekki til friðsamlegra mótmæla), að "stjórnmálastéttin" myndi ekkert skilja nema henni væri ógnað verulega o.s.frv.  Stundum lá manninum við andarteppu í reiði sinni yfir því, að hann var farinn að halda að engum yrði stefnt fyrir Landsdóm og nú tuðar hann yfir því, að Sjálfstæðismenn hafi verið samkvæmir sjálfum sér og greitt atkvæði gegn öllum tillögum Atlanefndarinnar, burtséð frá því hvar í flokki fórnarlömd hennar voru í flokki.  Þetta leggur hann út á versta veg og segir að það sé Sjálfstæðismönnum "að kenna" að ekki skuli fleiri en Geir H. Haarde hafa verið beittir óréttmætum ákærum.

Enn og aftur get ég endurtekið þá skoðun mína, að á meðan Eiríkur og Pétur eru vörumerki stöðvarinnar verður hún ekki tekin alvarlega sem fjölmiðill.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2010 kl. 08:43

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Axel, ég skal svara því með fleiri orðum hér á eftir, en má bara til með að benda þér á, að hefði þingflokkur sjáfstæðismanna greitt atkvæði með því að Ingibjörg Sólrún og Björgvin færu fyrir Landsdóm, þá hefði það verið samþykkt með yfirburðafjölda atkvæða. Þar með hefði því réttlæti verið fullnægt, hver svo sem endanlegur dómur hefði orðið að lokum.

Jón Valur Jensson, 1.10.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband