Að hanga eins og ráðherra á stól

Jóhanna, Steingrímur J. og Gylfi áttu með sér langan fund til að fá einhvern botn í margvísandi ummæli Gylfa um "gengislánin", en Gylfi sjálfur hefur enga tölu á því lengur, hvað útgáfurnar af svörum hans við spurningum um málið eru orðin mörg.  Ekki tókst að komast að endanlegri niðurstöðu um hvert svaranna komst næst sannleikanum, en unnið verður að því næstu daga, að finna rétta svarið, enda er það ráðherrahagur og þar með almannahagur.

Ef að líkum lætur, mun þurfa að fá álitsgerð lögmannsstofu utan úr bæ um hvort og þá hvenær ráðherrann slysaðist til að gefa rétt svar við þeim spurningum, sem að honum hefur verið beint og vonandi leggjast embættismenn ráðuneytisins ekki á það álit, eins og ormar á gull, eins og þeir hafa gert við allar skýrslur lögfræðinga fram að þessu.

Á meðan botn fæst í þessi mál mun Gylfi sitja sem fastast á sínum mjúka ráherrastóli og í því samhengi öllu bendir Gylfi á, hvað hundar passa vel upp á matinn sinn, enda mun framvegis verða sagt að þeir hangi á roði sínu eins og ráðherra á stól.


mbl.is Gylfi áfram ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þau fá öll að víkja í haust þegar þingið kemur saman þá verður þeim hent út með valdi!

Sigurður Haraldsson, 14.8.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Við kunnum vel að meta hans framlag og ráðuneytin hans að fela gögn og fela ekki fyrir alþjóð að skipun míns og Steingríms að okkur minnir.
Málið verður svo sett  í nefnd og þegar reiðin dvín af þjóðinni verður skipuð önnun nefnd, þessi nefnd  skilar ekki neinu en skýrsla hennar mun svo vera lögð fyrir næstu nefnd og síðan þá næstu, lifi blekkingin.

Rauða Ljónið, 14.8.2010 kl. 00:40

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það á ekki að henda meiri pening í þessa Ríkisstjórn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þessi ríkisstjórnarstóll er of góður fyrir Gylfa, honum væri nær að sitja á þessum, þar sem hann hlýtur að vera "sauðheimskur"

Guðmundur Júlíusson, 14.8.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Guðmundur þessi stóll hæfir flestum sem sitja þetta svo kallaða alþingi okkar!

Sigurður Haraldsson, 14.8.2010 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband