Jón Gnarr lætur ekki aka sér í hallærislegum bílum

Jón Gnarr, borgarstjóri, tók í dag við 170 hestafla vetnis-rafbíl, að láni frá Fordumboðinu og taldi helsta kostinn vera þann, að þetta væri kraftmikill jeppi og því væri ekkert hallærislegt að keyra um á honum, því Jóni finnst ekkert hallærislegra en að aka um á einhverri smádruslu.

Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra borgarbúa og raunar landsmanna allra, sem hafa keypt sér litla, sparneytna bíla, jafnvel þó bensínknúnir séu, því ennþá er ekki mikið úrval af vetnis- og rafbílum, sem reyndar eru flestir hallærislega litlir, en þó dýrir í innkaupum.  Varla verða svona yfirlýsingar frá borgarstjóranum í Reykjavík mjög hvetjandi fyrir almenning að reyna að fjárfesta í vistvænum bílum á næstunni, því ekki munu margir hafa efni á að kaupa sér 170 hestafla vistvænan jeppa á næstunni.

Snobbið og yfirlætishátturinn er fljótur að grípa margan manninn, sem kemst í áhrifastöðu og sannast það eftirminnilega á þessu dæmi um grínistann, sem varð borgarstjóri og fór strax að þykja hallærislegt að aka öðrum bílum en stórum jeppum og þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af akstrinum sjálfur, enda með einkabílstjóra, eins og svo fínu fólki sæmir.

Ástæða er til að óska borgarstjóranum til hamingju með að geta verið svona vistvænn, án þess að þurfa að vera hallærislegur. 


mbl.is Ekki hallærislegur á vistvænum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Greini ég biturð ?

hilmar jónsson, 5.8.2010 kl. 15:33

2 identicon

Cry me a river ...

Kalli (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:38

3 identicon

Ég held að þetta einstaka viðtal eigi ekki eftir að letja þá sem eru að leita sér að vistvænum bínum á neinn hátt.

Þessir bílar eru það sem þeir eru í dag, margir hverjir ekki mikið fyrir augað, og ekki mikið flutt inn af þeim. Það að auki er ekki mikið gert af hálfu ríkisins til að gera kaup á þeim og rekstur meira heillandi, eins og niðurfelling innflutningstolla og fl.

Fyrir utan það þá er þessi bíll merktur í bak og fyrir eins og auglýsingaskilti sem að eitt og sér er frekar hallærislegt, en Jón lætur sig þó hafa það.

Það að segja að þetta viðtal dragi úr vistvænu fólki er eiginlega meiri gagnrýni á það heldur en á Jón því þeir sem vilja vera vistvænir finna sér leiðir til þess, hallærislega eða ekki :)

Siggi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:41

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Smápirringur í gangi ?

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.8.2010 kl. 15:42

5 identicon

Hann sagði reyndar að það sem gerði hann "ekki hallærislegan" væri að hann er ekki 1,5 metra langur (Smart Fortwo er 2.5 metrar) og að hann væri ekki úr plasti.

Er það ekki alveg ástæðulaust að vera að taka það sem þessi maður segir við fjölmiðla í svona rugl viðtölum alvarlega?

Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Engin er nú biturðin og ekki er pirringi fyrir að fara heldur, en það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að borgarstjórinn í Reykjavík komi almennilega fyrir í viðtölum, geti komið fyrir sig orði skammlaust og hafi smá snefil af vitneskju um það, sem hann er að tala um.  Í öllum viðtölum sem ég hef séð við Jón Gnarr, hefur allt þetta þrennt vantað.

Halldór, það er ekki hægt að taka neitt alvarlega sem þessi maður segir í fjölmiðlum, en margir halda að það eigi að vera hægt að taka eitthvert mark á manni, sem á að heita stjórnandi stærsta fyrirtækis landsins, þiggur laun í samræmi við það og hefur vistvænan jeppa og bílstjóra til einkaafnota.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2010 kl. 15:51

7 identicon

Eru ekki bara karlar með lítil tippi sem finnst "hallærislegt" að keyra á litlum bíl? Ef fólk keyrði ekki alltaf um eitt á risabílum væri mengun langtum minni.

Siggi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:51

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Getur verið að borgarstjórinn í Reykjavík aki um á auglýsingu frá Brimborg?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 5.8.2010 kl. 16:35

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hissa á borgarstjóra að velja ekki hjólið sem ferðamáta No 1

Jón Snæbjörnsson, 5.8.2010 kl. 16:43

10 identicon

Ég labba í vinnuna.

Bjartmar Guðlaugs (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:47

11 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þorvaldur Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 17:13

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Axel. Ég var nú bara að stríða þér smá með minni athugasemd og ég tek alveg undir með þér að þetta er náttúrulega alveg skandall eða þannig . En Reykvíkingar voru bara búnir að fá leið á mönnum sem höfðu þessa kosti og vildu nú, allt í einu, einhvern sem hafði það sem aðalkost að finnast hann sjálfur fyndinn eða skrýtinn eða bara öðruvísi. Mér finnst það hinsvegar sem Kópavogsbúa ( og það er enn gott að búa í Kópavogi ) ekki skipta neinu máli hvað hann segir um bíla. Glætan að einhver fari að taka mark á því hvað hann gerir eða segir í þeim málum. Bara sorry  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.8.2010 kl. 20:21

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, ég get vel tekið stríðni, en mér finnst þetta bílamál aðeins smámál, því eins og og ég sagði áður:  ".....en það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að borgarstjórinn í Reykjavík komi almennilega fyrir í viðtölum, geti komið fyrir sig orði skammlaust og hafi smá snefil af vitneskju um það, sem hann er að tala um.  Í öllum viðtölum sem ég hef séð við Jón Gnarr, hefur allt þetta þrennt vantað."

Það er alveg sama um hvað er rætt við hann, hann virkar alltaf eins og (Múmín)álfur út úr hól.

Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2010 kl. 21:32

14 identicon

Ég man nú ekki eftir því að hafa séð einhvern í borgarstjórn koma fyrir sig orði skammarlaust og hvað þá að þeir hafi haft eitthverja vitneskju um það sem þeir eru að tala um. Can´s see the problem :(

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:49

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi, þú hlýtur að vera ennþá í grunnskóla og því hefur þú auðvitað ekki fylgst með borgarmálunum undanfarin ár og allra síst störfum Hönnu Birnu, fyrrverandi borgarstjóra. 

Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2010 kl. 19:18

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála þér Axel. Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Hönnu Birni og Villi var nú góður líka. Ingibjörg Sólrún átti líka fína spretti og naut sín hvergi eins og þar. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.8.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband