Vextirnir eru vandamálið - ekki verðtryggingin

Nú þegar neysluverðsvísitalan fer lækkandi milli mánaða ætti skilningur að fara að glæðast á því, að verðtrygging lána er ekki neitt vandamál í sjálfu sér, heldur er verðbólgan skaðvaldurinn og gegn henni verður að berjast með öllum ráðum, en því miður hefur verið skortur á alvöru hagstjórn í landinu mest allan lýðveldistímann.  Verðbólga hefur nánast alltaf verið miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum og aðeins í fjármálaráðherratíð Friðriks Zophussonar og Geirs Haarde var verðbólga hér viðunandi, enda kvartaði enginn þá undan verðtryggingunni.

Það hefur fyrst og fremst verið frá því að fjármálakreppan skall á, sem farið var að finna verðtryggingunni allt til foráttu, í stað þess að beina sjónum að verðbólgunni og baráttunni gegn henni, en verðbólga ætti ekki að vera fylgifyskur kreppu, heldur þvert á móti ætti verðlag að lækka við slíkar aðstæður og virðist loksins vera byrjað á því núna, þótt rúm tvö ár séu nú liðin frá því að gengið byrjaði að hrynja.

Þessi lækkun neysluverðsvísitölunnar ætti að beina sjónum manna að því vaxtaokri, sem tröllriðið hefur í þjóðfélaginu undanfarna áratugi, en 6-8% vextir umfram verðbólgu eru hreint okur, en raunvextir ættu alls ekki að vera hærri en í mesta lagi 3-4% og nær lagi væri að þeir væru um 2%.

Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri aðilar, sem aðallega hafa beint kröftum sínum að misskilinni baráttu gegn verðtryggingu lána ættu að beina spjótum sínum að raunverulega vandamálinu, þ.e.. vaxtaokrinu, en lítil von er til að það minnki á meðan enginn berst gegn þessari féflettingu, sem íslenskar fjármálastofnanir hafa beitt landsmenn allt fram á þennan dag.

Raunveruleg barátta gegn vaxtaokrinu verður að fara af stað núna, því ekki gefst betra tækifæri til þess, en einmitt núna, þegar verðbólgan er á þessari miklu niðurleið.


mbl.is Mesta lækkun vísitölu frá 1986
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Merkilegt hve margir telja að verðtryggingin sé vandamálið.

Jóhannes F. Skaftason (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband