Jón Ásgeir stýrði engu

Jón Ásgeir mótmælir því að hafa stýrt Lárusi Welding eða Glintni á "útrásartímanum", enda þótt hann hafi aðeins kannast við manninn og fyrir tilviljun vitað tölvupóstfangið hans.  Sama má segja um öll önnur fyrirtæki, sem Jón Ásgeir "átti", þó hann hafi kannast við flesta forstjóra sína og getað sent tölvupósta til sumra þeirra.

Allir hljóta nú orðið að vita að saklausari maður fyrirfynnst ekki á Íslandi, a.m.k. þeirra sem skiptu sér eitthvað af viðskiptum, enda hefur hann marglýst því yfir sjálfur og ekki nokkur ástæða til að rengja manninn, þó allt hafi farið norður og niður í hverju einasta fyrirtæki, sem hann hefur komið nálægt á lífsleiðinni, en það hefur auðvitað ekki verið honum að kenna, heldur öllum öðrum en honum, sérstaklega Davíð Oddsyni.

Síst af öllu hafði Jón Ásgeir áhrif á gerðir Lárusar Weldings og þá undarlegu áráttu hans að ausa lánum til fyrirtækja Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans og hvað þá að hann skuli hafa laumað einum og einum milljarði inn á einkareikninga þeirra.

Það er kominn tími til að fólk fari að átta sig á því, að hér er um hreinar ofsóknir gegn Jóni Ásgeiri og félogum hans að ræða og kominn tími til að reka Sérstakan saksóknara, Evu Joly, ríkisskattstjóra og aðra slíka, sem aldrei geta látið saklaust fólk í friði.

Vonandi fær Jón Ásgeir frið í sálu sína, þegar aularnir fara að skilja að þeir hafi ekki hundsvit á snilligáfu hans og tærleik sálarinnar.

 

 

 

 


mbl.is „Ég stýrði ekki Glitni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Já, nú er hart sótt að frelsara vorum og velgjörðamanni, sem hefur gert meira fyrir íslensks þjóðfélag en nokkur sála önnur.  Fátækur velkist nú þessi aumingi milli heimsálfa, ómæltur á málýskur innfæddra, til þess að verja sinn góða málstað gegn vondum mönnum sem eftirsjá smámola sem hrutu af borðum fáeinna velgjörðamanna.  Engum hefur tekist með annarri eins harðfylgni að koma eins mörgum fyrirtækjum fyrir kattarnef og þar með hjálpað lítilmagnanum í baráttunni við stórfyrirtækin.  Eitt af öðru hafa þau fallið í valin í óeigingjarnri baráttu þessa saklausa manns við að frelsa þau úr viðjum stjórnenda sem höfðu ekki manndóm til að reka þau af viti.  Hann hefur nú þegar eytt meira en helmingi saman-nurlaðra eigna sinna til að verjast óvildarmönnum í Bretlandi og nú tekur ekki betra við hér í Bandaríkjunum þar sem vondir menn vilja aurana sína aftur sem hurfu í einhverjum banka uppi á Íslandi sem Jón, blásaklaus, kom auðvitað hvergi nærri.  Fólki ætti nú að vera nær hjartarótum að efna til samskota fyrir saklaust lamb frelsisins...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.7.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll Axel, þar sem þú ert sennilega með betri pennum að mínu mati, vona ég samt að sumir taki þessu ekki bókstaflega eða þannig

Guðmundur Júlíusson, 9.7.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú í uppgjörinu er nú ekki vont að eiga meirihluta fjölmiðla á Íslandi. Að vísu var okkur alltaf sagt að Jón Ásgeir gerði aldrei tilraun til þess að hafa áhrif á fjölmiðlamenn sína.  Mig minnir að það hafi nú einnig átt við um bankamennina líka. Að vísu kom Óskar Þorvaldsson og sagði þjóðinni að Jón Ásgeir hefði samband og gerði athugasemdir, en hann tæki ekkert meira mark á þeim en athugasemdum annarra. Vonandi hefur það átt við aðra fjölmiðamenn 365 miðla. Það sem gæti orkað tvímælis er að nú eftir hrun, skuli þessir miðlar vera enn í eigu þessa fólks.

Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki ráð að nota pokasjóð til að styrkja Jón Ásgeir í baráttunni við vondu kallanna og halda svo áfram að versla í Bónus til að sýna samstöðu með honum.

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2010 kl. 23:29

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson, 10.7.2010 kl. 01:38

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - þetta er hárrétt hjá þér - við ættum að skammast okkar - Jón fórnaði sér fyrir fjöldann - tók lán að upphæð 940 milljarðar svo við hin þyrftum ekki að standa í þessum lántökum - Svo komu allskonar vanmetaskepnur og sögðu að hann skuldaði 1.000 milljarða. 40 milljörðum meira en rétt var - Þetta er að vísu ekki nema sú sama upphæð og birtist í ríkissjóði öllum að óvörum um daginn - en samt - það er ljótt að skrökva.

Sigurður - jú rétt væri að nota PLAST HAUSPOKA sjóð til þess að kaupa hauspoka úr plasti og setja yfir höfuðið á Jóni og loka vel fyrir um hálsinn þannig að gosaska berist ekki í vit ( skrýtið að tala um vit Jóns þótt í annar merkingu sé ) hans.

Verjum vit Jóns Ásgeirs.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.7.2010 kl. 02:51

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Guðm Júl. Hræðstu eigi, skil fyrr en skellur í tönnum,fávís kvinna, ætla að aðrir geri það og dáist um leið.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2010 kl. 03:54

8 identicon

Ótúlegar þessar árásir á heilagan Jón.Manngreyið hefur varla tíma til að pússa geislabauginn vegna þess að allur hans tími fer í að verjast tilhæfulausum ásökunum vondra manna.Og þó hann setji peninga sína og eignir á nafn konu sinnar þá sínir það bara að hann elskar konu sína svo heitt að hann eys hana gjöfum allann sólarhringinn

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 22:37

9 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já það er ömurlegt til þess að vita að hann skuli ekki ná að halda póleseringunni á geislabaugnum, vegna allra þessara tilefnislausu árása. Ég spái hins vegar í hinn geislabauginn hann Bjögólf yngri, hvernig ætli standi á því að hann er nánast stikkfrír samanborið við Jón. Var það afsökunarbeiðnin sem nægði honum.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 15.7.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband