Eru yfirvöld ólæs á lagatexta?

Eins og öllum er kunnugt dæmdi Hæstiréttur þann 16. júní s.l. að gengistrygging lána væri ólögleg, en slíkt hafði tíðkast í níu ár, eftir lagabreytingu sem bannaði slíkt.  Ekki einn einasti lögmaður í landinu, ekki Lagadeild Háskólans, ekki lögmenn bankanna, ekki sýslumenn og yfirleitt bara enginn, las lögin á þessum níu árum, a.m.k. ekki til skilnings. 

Viðskiptaráðherrann sem hafði forgöngu um lagasetninguna, sagðist að vísu hafa vitað allan tímann að þetta væri ólöglegt og allir í ráðuneytinu hefðu vitað það einnig, en hvorki ráðherranum né ráðuneytisfólki datt í hug að segja frá þeirri vitneskju sinni, fyrr en eftir Hæstaréttardóminn.

Nýlega óskaði Tollstjórinn í Reykjavík eftir kyrrsetnigu á eignum nokkurra útrásargarka og sýslumaður veitti hana umsvifalaust.  Garkarnir stefndu málinu umsvifalaust fyrir Héraðsdóm og dómarinn þar þurfti ekki nema fletta upp í lögunum til að sjá, að engar heimildir voru í nýsettum lögum um kyrrsetningarheimildir vegna virðisaukaskatts. 

Alþingi hafði, að því er virðist, gleymt að gera ráð fyrir öðrum opinberum gjöldum en tekjusköttum, þegar lögin voru sett.  Tollstjóri og Ríkisskattstjóri fögnuðu lagasetningunni ákaflega á sínum tíma, greinilega án þess að hafa látið svo lítið að glugga í frumvarpið fyrir samþykkt þess.

Allur þessi skrípaleikur er Alþingi, Ráðherrum, sýslumönnum og öðrum stjórnvöldum til svo mikillar skammar, að réttast væri að setja allt heila liðið á námskeið í lestri og skilningi á lagatæknilegum atriðum.

Ekki síður þyrfti að orða lög þannig að þau skiljist og eins þyrfti Hæstiréttur að ganga þannig frá dómum sínum, að ekki þurfi að deila um það í marga mánuði, hvað úrskurðirnir þýða.


mbl.is Kyrrsetning felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þeir ekki bara að þakka fyrir styrkina Axel ? Eða trúum við því enn að þetta séu lánlaus fórnarlömb ? Ekki hann ég.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi lög um kyrrsetningar voru sett af "fyrstu hreinu vinstri stjórninni á Íslandi" undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.  VG segjast ekki hafa fengið styrki frá þessum aðilum, þannig að þú vilt þá meina að Samfylkingin sé svona þakklát og greiðasöm við sína menn.

Axel Jóhann Axelsson, 29.6.2010 kl. 21:20

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Ég hef einhvernvegin grun um að þetta sé langt frá því að vera í fyrsta skipti sem vörsluskattar eins og vsk hafa allt aðrar reglur heldur en venjulegir skattar.  Ég er innilega sammála að þetta mál er til stórskammar fyrir stjórnvöld.  Lög um þetta hefðu átt að fylgja í kjölfar upptekningu VSK 1990 eða 1991 en eins og svo margt annað þá gleymdist þetta svo hægt væri að komast undan...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 29.6.2010 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki allskostar rétt að enginn hafi vitað um þetta. Fyrir utan Valgerði var a.m.k. einn aðili sem vissi að með lögunum frá 2001 væri gengistrygging bönnuð, en það voru Samtök Fjármálafyrirtækja sem gagnrýndu þetta í umsögn sinni til Alþingis um frumvarpið áður en það var samþykkt án breytinga. Svo níu árum seinna lætur allur fjármálageirinn eins og hann komi af fjöllum. Og amma mín kemur frá plánetunni Betelgás! ;)

En það er hinsvegar alveg rétt að íslensk stjórnvöld virðast engan veginn vera með á nótunum. Á Borgarafundinum í gærkvöldi þurfti ég t.d. að svara einni spurningu úr salnum fyrir Gylfa viðskiptaráðherra, því eina svarið sem hann hafði var: "Ég veit það ekki". Spurningin var um starfsleyfi SP Fjármögnunar og þegar ég hafði útlistað stórfelld brot þess fyrir Gylfa og hvernig FME hefði markvisst reynt að hylma yfir með þeim, þá spurði ég hann einfaldlega hvað væri eiginlega í gangi í Fjármálaeftirlitinu? Gylfi svaraði því líka orðrétt: "Ég veit það ekki. En ég skal fylgja þessu eftir." Þetta þótti mér sláandi, að æðsti yfirmaður þeirrar stofnunar sem á að sjá til þess að fjármálafyrirtæki fari að lögum, skyldi ekki hafa hugmynd um hvað væri á seyði hjá þeirri stofnun. Gott samt að hann skuli ætla að fylgja málinu eftir, nú verður fylgst grannt með því hvort hann standi við stóru orðin og glæpahreiðrinu í Sigtúni 42 verði lokað í kjölfarið.

Samt fyrirfinnst varla meiri niðurlæging fyrir stjórnvöld sem kenna sig við félagshyggju, en að vera gagnrýnd af sjálfu handbendi kapítalismans Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, fyrir að vinna ekki nógu hratt og vel í þágu heimilanna í landinu. Það er ekki bara vandræðalegt heldur algjörlega öfugsnúið!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 21:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnór, auðvitað hafa alltaf verið sér lög um tekjuskatta og önnur um virðisaukaskatt og alltaf hægt að segja að þetta eða hitt hefði átt að setja í lög fyrir áratugum síðan.

Engum datt í hug að setja lög um kyrrsetningu eigna þeirra sem lægju undir grun um skattalagabrot, fyrr en eftir hrun og fyrst ríkisstjórnarnefnan sem nú situr, fór út í slíka lagasetningu á annað borð, þá átti hún að ganga svo frá hnútunum, að heimildin gilti fyrir öll opinber gjöld.

Það var greinilega hugmyndin, þó framkvæmdin hafi tekist svona slysalega, enda stóðu ríkisskattstjórinn, tollstjórinn og sýslumaðurinn í þeirri meiningu að svo hefði verið gert, en lásu þó greinilega aldrei frumvarpið né lögin eftir samþykkt þeirra.

Þetta er stór skandall og ríkisstjórninni til háðungar.

Axel Jóhann Axelsson, 29.6.2010 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já ríkisstjórnin hvers vegna er hún enn starfandi?

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 23:41

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Ég nefndi þetta einfaldlega vegna þess að viðurlög við brotum að lögum um vörsluskatta hafa alltaf verið mun þyngri heldur en öðrum skattalagabrotum.  Ég undrast svolítið að ekki hafi verið ákvæði um eignafrystingu í upprunalegu VSK lögunum því viðurlög voru býsna þung.  Ef menn voru eitthvað að trassa þetta hér í dentid, þá voru fulltrúar sýslumanns mættir á staðin með innsigli alveg á nóinu. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.6.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband