Hera Björk var frábær

Hera Björk og íslenski hópurinn í Eurovision stóðu sig frábærlega vel í keppninni, þótt stigagjöfin hafi ekki skilað sér sem skyldi.  Þó lagið hafi ekki fallið Evrópubúum nógu vel í geð, breytir það ekki því, að lagið var gott og flutningurinn frábær.

Stigagjöfin í Eurovision er oft algerlega óútreiknanleg og í þetta skipti vann Þýskaland með afgerandi hætti, öllum að óvörum og að margra mati óverðskuldað.  Mörg góð lög fengu fá stig, t.d. Portúgal og Írland, sem bæði voru með góð lög og frábærar söngkonur.

Burt séð frá úrslitunum var íslenski hópurinn landi og þjóð til sóma.


mbl.is Stoltur og ánægður með Heru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt litið á úrslitin. Kom svolítið á óvart hvað Danmörk var að brillera, jafn hrifinn af laginu og ég er. Skrítið að Írar gáfu okkur ekki neitt og ekki Bretar og Svíar heldur. Danir gáfu okkur svo bara 3 (ég hélt að Hera væri svo vinsæl þar). Aftur á móti gáfu Finnar okkur 5. Svona getur þessi keppni bara verið, jafn óútreiknanleg og veðrið á Íslandi. Ég er aftur á móti fullsáttur með hana Lenu, samgleðst henni með sigurinn, eitthvað sérstaklega sjarmerandi við lagið hennar.

Atli (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigur Þýskalands kom mér hreint ekki á óvart og heldur ekki hvar okkar lag hafnaði. Sjá hér.  Íslenskur Þjóðernisrembingur hefur ætíð náð hæstu hæðum á hverju ári í sambandi við keppnina.

Það er sama hvaða helv. sarg sem hefur verið sent í keppnina, sigur hefur í hvert einasta skipti verið sagður svo öruggur að þátttakan sem slík væri nánast formsatriði. Menn hafa á keppnisdeginum jafnvel verið byrjaðir að skipuleggja keppnina hér heima að ári.

Það er ekkert nema gott eitt um flutninginn á laginu að segja, bæði söng og svið, lagið sjálft bauð bara ekki upp á meira.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 00:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hárrétt nafni, alveg frá Gleðibankanum höfum við alltaf verið viss um að vinna.  Við vinnum Eurovision auðvitað aldrei, en í okkar þjóðrembda huga er það alltaf jafn ósanngjarnt.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 01:03

4 identicon

Stelpan stóð sig vel, en það var bara svo mikið af góðum lögum þarna í kvöld.. hef aldrei verið eins hrifinn af mörgum lögum í keppninni eins og ég var núna.. held svei mér að ég hafi ekki staðið upp í eitt einasta skipti fyrir utan þegar spænska lagið var flutt enda var það kvöl og pína að þurfa að hlusta á það tvisvar!!!!

vil alls ekki vera að draga pólitík og leiðindi inní þetta eins og Páll Óskar gerir.. ef það væri málið þá hefðum við ekki gert svo vel í fyrra eins og raun bar vitni:) enda erum við ekki í rifildum við þjóðirnar sjálfar heldur vitleysinganna sem stjórna þar!!! Okkar lag var bara ekki að falla í kramið hjá fólkinu og það er lítið sem hægt er að gera í því nema að óska Lenu litlu til hamingju enda fínt að keppnin verði haldin í Þýskalandi næst.. Þeir hafa þó efni á að halda hana annað en við hehe...

Herdís (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 01:29

5 identicon

Það er nú kanski líka spurning um hverjir eru tilbúnir til að borga slatta fyrir að kjósa - það kostar nefnilega sitt. Ég var að minnsta kosti ekki í aðstöðu til að henda pening í atkvæði þó ég hefði svo gjarnan viljað kjósa hana Heru sem stóð sig með mikilli prýði.

Það sem ég bý í Danmörku er nákvæmlega enginn áhugi á þessari keppni, fólk hefur bara ekki hugmynd um hvað maður er að tala þegar maður spyr dani hvort þeir ætli að fylgjast með keppninni. Hér er áreitið af öllum þeim fjölmörgu sjónvarpsstöðvum svo rosalega mikið að þó keppnin sé ágætlega kynnt af DR1 þá týnist það held ég bara í öllu flæðinu sem er í boði annarstaðar.

Þórunn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 01:34

6 identicon

ég er sammála herdísi held að ég hafi aldrei séð, heyrt og fílað jafn mörg lög í keppninni og núna. fílaði ágætlega þýska lagið, það var eitthvað við það sem greip mig. svo voru þarna lög frá t.d. azerbajdjan, úkraínu, armeníu, danmörku sem voru fín líka og önnur fleiri. ég tek það fram að ég fíla eurovision ekkert svakalega, eiginlega ekki neitt en ég geng þó aldrei framhjá góðum lögum og þau fá alveg credit frá mér þegar það á við og núna var það þannig að þetta var bara ágætis keppni og gæðin almennt góð. ef þessi gæði aukast eitthvað þá er ég alveg tilbúinn að endurskoða mitt mat á þessari keppni, skal alveg viðurkenna það :)

þórarinn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 04:59

7 identicon

alveg sama hvað menn spá,þetta er spurning bæði um lagið og flýtjenda... Svo var klaufalegt hjá henni að tjá síg um keppni á Íslandi á næsta ári... kjafta minna og syngja meira!

valli (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband