Góð kjörsókn er vonandi ávísun á sigur skynseminnar

Undanfarið hefur því verið spáð að óánægja með stórnmálamenn og flokka væri svo mikil, að kjörsókn yrði mjög dræm og til þess hafa skoðanakannanir bent.  Í ljós virðist vera að koma, að þessar spár rætist ekki, því kjörsókn stefnir í að verða svipuð og í kosningunum fyrir fjórum árum.

Stjórnmálafræðingar hafa verið með þær spár á lofti, að dræm kjörsókn væri leikhúsi fáránleikans í hag, en góð kjörsókn myndi benda til þess að alvöruframboð græddu á kosnað vitleysunnar.  Þessi góða kjörsókn verður til þess, að spennan eftir fyrstu tölum úr Reykjavík verður enn meiri en ella hefði orðið og gæti jafnvel stefnt í spennandi kosninganótt.

Það eina sem hægt er að vona, er að skynsemi Reykvíkinga verði ofaná í þessum kosningum og stjórnleysi og upplausn sem fylgja myndi ef margir leikarar úr leikhúsi fáránleikans kæmust inn í borgarstjórn.


mbl.is Fleiri kosið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Axel. Þó að ég sé mjög sjaldan sammála þér, vona ég að kjörsókn verði sem mest.

Svavar Bjarnason, 29.5.2010 kl. 19:13

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já Axel og til hamingju með daginn, ég held að það sé einmitt rétt hjá þér, og ég vona innilega að rauða spjaldinu verði ekki veifað á minn flokk, og held reyndar að það gula sem kjósendur eru búnir að vera að veifa í könnunum sé fyrirsláttur sem ekki verði endurtekinn í kvöld!!

Guðmundur Júlíusson, 29.5.2010 kl. 19:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir niðurstöður skoðanakannana undanfarið er maður farinn að búa sig undir það versta, en vonandi afsanna Reykvíkingar í dag allar fullyrðingar um að skynsemi þeirra og raunveruleikaskyn sé í algerri rúst.

Slíku vill maður engan veginn trúa, en verði það raunin, mun þurfa að segja manni það a.m.k. þrisvar, áður en það verður meðtekið endanlega.

Skömm Reykvíkinga eða skynsemi verður afhjúpuð í kvöld.

Axel Jóhann Axelsson, 29.5.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er skynsemi á þessum tímum þegar allir hafa brugðist ?

Finnur Bárðarson, 29.5.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skynsemi í því, að hleypa hlutunum ekki út í enn meiri vitleysu á þessum síðustu og verstu tímum.

Axel Jóhann Axelsson, 29.5.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband