Listi töframanna reynir að slá út spaugaraframboðið

Reykjavíkurframboðið, er nýr listi fólks sem ætlar að útrýma atvinnuleysinu í borginni og taka til baka allar skerðingar í félagsmálum með einföldu töfrabragði, þ.e. að selja Vatnsmýrina fyrir a.m.k. 70 milljarða króna.  Skárra nafn á þennan lista hefði verið Töfralistinn, enda greinilega skipaður miklu galdra- og særingarfólki.

Meira að segja frambjóðendum "Besta" brandarans hefur ekki dottið svona grín í hug og hafa skrítlur þeirra þó flestar verið eintómir fimmaurabrandarar, eins og lélegt grín er jafnan kallað.  Líklega gera jafnvel þeir sér grein fyrir hversu fáránleg della þetta útspil Töfralistans er.

Ef Töfralistinn gerir ekki ráð fyrir að selja Vatnsmýrina til "erlendra fjárfesta" er vandséð hvaðan milljarðarnir 70 eiga að koma, því byggingariðnaðurinn er í algerri rúst um þessar mundir og liggur ekki með þetta fé á lausu, enginn fjármálastofnun myndi lána í ævintýrið enda árið 2007 löngu liðið og ógrynni óseldra fasteigna frá þeim tíma ólokið og fullbúnar byggingar bíða kaupenda, sem hvergi finnast um þessar mundir.

"Besti" brandarinn er löngu orðinn leiðigjarn og því verður að teljast bráðskemmtilegt í annars daufri kosningabaráttu að fá þennan nýja Töfralista til að skemmta Reykvíkingum fram að kosningum.

En að láta sér detta í hug að nokkur kjósi spaugara og galdramenn í borgarstjórn Reykjavíkur er auðvitað sprenghlægilegt, út af fyrir sig. 


mbl.is Vatnsmýrin „í gíslingu" fjórflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Axel !                  Húmorslaus og v,,laus er sá maður sem , enn og aftur heldur tryggð við gamla góða flokkinn sinn - sama hvað þú segir .

    Sést þú ánægður með gamla góða grautinn - þá verði þér að góðu .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 16:20

2 identicon

hahaha, nákvæmlega Axel, þetta er líklega besti brandarinn af öllu, í einni mestu kreppu sem ísland hefur upplifað þá dettur þessi liði í hug að það sé biðröð af fjárfestum að fara henda tugmilljörðum í þetta landssvæði!!! Ath, í dag eru fleiri hundruð ef ekki þúsundir íbúða/húsa sem bíða þess að verða kláraðar, bíða þess að verða keyptar af byggingaraðilum, bíða þess að fara á nauðungaruppboð og þá er ekki einu sinni farið að tala um lyklafrumvarpið, en þá er líklega að við bætist nokkur hunduðir íbúða sem fólk mun skila af sér..... og þá dettur þessu liði í hug að það vilji allir fara byggja þarna!!!! heimskan í fólki er greinilega ennþá sprelllifandi korter eftir kreppu!

Sigmar (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk, sem heldur að það sé að bæta þjóðfélagið með því að hefna sín á stjórnmálamönnum fyrir ímyndaðar misgjörðir þeirra, með því að skapa enn meiri glundroða og vitleysu í stjórn landsins og sveitarfélaganna, er enn v,,lausara en hinir, sem vilja stuðla að meiri festu og ró í þjóðfélaginu.  Ef þetta sama fólk heldur að það hafi svo þroskaðan húmor, þá er það bara blinda á allt sem hingað til hefur þótt fyndið.

Það er ekkert fyndið eða sniðugt að stuðla að upplausn og stjórnleysi í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Axel, við erum hvorki brandarakarlar né töframenn. Við erum venjulegt fólk. Okkur er ekki sama um stöðu Reykjavíkurborgar og viljum þess vegna leggja fram lausnir sem eru raunhæfar, þótt þú sért ósammála. Það er alvarleg kreppa að ganga yfir og við sjáum ekki annað í stöðunni en að Reykvíkingar nýti þau verðmæti sem eru í Vatnsmýrinni þannig að við þjónum hagsmunum heildarinnar og látum sérhagsmuni víkja. Skipulögð miðborgarbyggð í Vatnsmýri er strax veðhæf sem eign í stað þess að hafa verið Reykvíkingum lítils virði hingað til. Reykjavík hefur ekkii fengið krónu í leigu fyrir þetta dýrasta landsvæði Íslands.

Hægt er að fá lán út á eign, en ekki flugvöll. Eignin er a.m.k. 70 milljarða króna virði. Flugvöllurinn var kosinn burt á sínum tíma, en fjórflokkurinn hefur haldið þessu í gíslingu vegna hagsmuna á landsvísu og tilfinningasemi sem ekki á rétt á sér á þessum tíma.

Í stað stóryrtra yfirlýsinga ættirðu að kynna þér málið á www.reykjavikurframbodid.is og athuga hvort þú verðir einhvers vísari. 

Við megum líka vera ósammála.

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 16:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaðan á að galdra lánið út á "skipulagða miðborgarbyggð í Vatnsmýri"? 

Frá Gleðibankanum kannski?

Hvað ætti lánið úr Gleðibankanum að vera til langs tíma?

Hvenær yrði Vatnsmýrin fullbyggð og lánið frá Gleðibankanum uppgreitt?

Hver yrði vaxtakostnaður skattgreiðenda í Reykjavík þangað til allar lóðir væru seldar?

Hvað yrði mikill hagnaður/tap fyrir borgina á lánstímanum og hvað myndi Gleðibankinn hagnast/tapa miklu?

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 17:01

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ekki aðhyllist ég Reykjavíkurframboðið , þótt bloggvinur minn sé þar einn aðalmaðurinn eða aðalmaðurinn , aftur á móti fynnst mér hlægilegt , eða öllu heldur fáránlegt , að til skuli vera menn sem geta varið fíflaganginn sem farið hefur framm , hvort heldur er við tjörnina ellegar við Austurvöll nú undangengin ár .

    En verði þér að góðu Axel að kjósa sömu grautarskálina enn og aftur .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 22:35

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Málið er , að það þarf að kenna þessum "reynslumiklu" stjórnmálamönnum lexíu .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 22:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eiga grínistar og töframenn að kenna þessa lexíu?  Ef fólki finnst eitthvað hafa vantað upp á festu í stjórnmálin undanfarin ár, þá verður hún ekki bætt með auknum glundroða og vitleysu í stjórn landsins og sveitarfélagamma.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 22:41

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það er þín fullyrðing , skemmdi O-lista framboðið mikið á sínum tíma , eða hefði það skemmt ef Guðlaugur Ástþórsson hefði farið inn , tel mig geta fullyrt , að það hefði verið þjóðinni til góðs - hvað þá leikurunum .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 22:52

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

O-listinn fékk sárafá atkvæði og kom auðvitað engum manni að, enda var það aldrei ætlunin.  Framboðið var grín og almenningur tók því sem gríni og hafði bara gaman af uppátækinu, en datt auðvitað ekki í hug að kjósa listann.

Ef til vill var almenningur með þroskaðri kímnigáfu í þá daga og kunni að gera mun á gríni og alvöru.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 23:00

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Axel,

Lífeyrissjóðir þurfa að geyma sitt fé. Þeir eru þess vegna líklegir til þess að lána.

Við erum að tala um 7 milljarða á ári í 3-4 ár. Þetta bætir ráðstöfunarfé Reykjavíkurborgar um 12% miðað við reikninga ársins 2009.

Lánið yrði endurgreitt þegar lóðasala hefst. Skattgreiðendur greiða þetta ekki. Það þarf ekki að hækka gjöld vegna þess að eignin er staðreynd um leið og hún er skipulögð. Í dag er hún ekki til og þar af leiðandi ekki bókfærð sem slík nema að óverulegu leyti. Borgin hefur gefið eftir leigu í 65 ár. Uppreiknað með vöxtum ca. 200 milljarðar frá stríðslokum. Fjórflokkurinn ræðir þetta ekki, hann kemst ekkert áfram með þetta vegna andstöðu landsbyggðararmanna.

Það er að sjálfsögðu samið um eðlilega vexti til lífeyrissjóða.

Borgin kemst í gegnum kreppu án þess að skerða þjónustu og vaxandi félagslegan pakka næstu 2-3 árin. Hægt er að skipuleggja fallega og vel nýtta miðborg byggða á einhverri þeirra 136 tillagna sem liggja fyrir frá sumum af færustu skipulagsfræðingum heims.

Við verðum að reikna með eðlilegum byggingartíma hverfis frá árinu 2013 hið fyrsta. Tæki hugsanlega 4-8 ár eftir atvikum. Lánið yrði greitt eftir því sem lóðarsalan skilar sér.

Gleðibankinn (eða lífeyrissjóðirnir) hagnast á vöxtum, eðlilega og vonandi. Þetta á að vera allra hagur.

Um þetta snýst lausnin.

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 23:06

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mundu: Þetta er ekki grín og þetta er ekki töfralausn. Þetta er alvörulausn og þú mátt grínast eins með það eins og þú vilt og jafnvel tala niður til okkar. Við megum þess vegna una því að vera ósammála áfram.

Haukur Nikulásson, 20.5.2010 kl. 23:09

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Jájá - og auðvitað veist þú að það hefði stórskaðað þjóðina ef Gunnlaugur hefði komist inn , sem hann reiknaði að vísu ekki með , en muni ég rétt , þá munaði sárafáum atkvæðum að hann færi inn .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:26

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður, O-listinn fékk samtals 2.110 atkvæði alls og þar af 1353 í Reykjavíkurkjördæmi og var ekkert nálægt því að ná inn manni, ef rétt er munað.

Haukur, af hverju dettur engum í hug að veðsetja allar óbyggðu lóðirnar í Reykjavík, en eins og þú veist þá standa heilu hverfin skipulögð, en óbyggð, t.d. Úlfarfellshverfið?  Svo mætti skipuleggja hundraðþúsund manna byggð á Hólmsheiði og veðsetja umsvifalaust fyrir tugi milljarða. 

Alveg er stórmerkilegt að engum skuli hafa dottið það snjallræði í hug að nýta skipulagsmálin til að fjármagna velferðina, eins og þetta er nú mikið töfrabragð.  Svoa mætti skipuleggja hvert hverfið á fætur öðru, veðsetja strax, leysa öll fjárhagsvandamál og vera ekkert að bíða eftir því að flugvöllurinn fari.  Bara byrja strax að skipuleggja út um allar trissur.  Hókus Pókus og vandamálin hverfa.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2010 kl. 23:53

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Axel, einhver þarf að leggja hlutina til. Skammastu frekar út í þína menn að hafa ekki gert þetta fyrr. Við eigum ekki skilið að þú atist í okkur fyrir að benda á bestu lausnina. Fjórflokkurinn veit þetta en vill ekki ræða vegna þrælsótta við landsbyggðarpólitíkina.

Komdu sjálfur með betri hugmynd. Ég skal hlusta af meiri athygli á þig en þú hlustar greinilega á mig!

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 00:01

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, mín hugmynd í athugasemd nr. 14 er miklu betri en ykkar hugmynd, því hún er víðtækari og getur skilað svo miklu meiri lánum í borgarsjóð, til að borga fyrir velferðina og hvað annað sem greiða þarf fyrir í reksti eins bæjarfélags.  Að vísu er sami gallinn á minni hugmynd og ykkar að þegar kæmi að lóðaúthlutun og þar með holræsa- og gatnagerð, sem og annarri uppbyggingu hverfanna, þá væri búið að eyða öllum tekjum af lóðunum fyrirfram í öll þörfu verkefnin, en þá væri auðvitða hægt að skipuleggja nýtt hverfi og veðsetja það fyrir framkvæmdum í fyrra hverfinu. 

Þetta kallast píramídasvindl erlendis, en við getum alveg haldið okkur við að kalla það bara  Hókus-Pókus, eins og sönnum töframönnum sæmir.

Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 08:42

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sá munur er á framsetningu okkar er að þú reynir að gera lítið úr málflutningi mínum með spaugi en ég er að tala í alvöru. Síðasta setningin þín segir mér að mér sé heppilegast að láta hér staðar numið í "rökræðum" við þig. Þetta er alveg án móðgunar

Haukur Nikulásson, 21.5.2010 kl. 09:32

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, það er mikill misskilningur hjá þér að ég sé eitthvað að spauga með þetta mál.  Mér er algerlega fúlasta alvara með að kalla þetta Hókus-Pókus pólitík, því þetta er svo gjörsamlega arfavitlaus hugmynd og gengu engan veginn upp, því þú fjármagnar ekki rekstrarútgjöld borgarinnar í dag með lánum út á lóðarsölu einhvern tíma í framtíðinni.

Hugmyndin er svo galin, að engum manni dettur í hug að þið séuð að setja hana fram í alvöru, enda skemmtir fólk sér vel yfir þessum nýju töfrabrögðum í íslenskri pólitík.

Meira að segja "Besti" brandarinn slær þetta ekki út. 

Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 10:01

19 identicon

Hver er töfralausn sjálfstæðisflokksins?  Hvaðan ætlið þið að fá fjármuni til að koma borginni í gegnum kreppuna?  Það á ekki að hækka skatta.    Nei, það á að skera niður alla þjónustu við barnafjölskyldur, aldraða og öryrkja, auk þess að hækka gjaldskrár.  Ég held ég segi pass við því.

Sif (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:57

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Jæja Axel !  Þér til hugarhægðar , þá bendir nýjasta skoðanakönnun til þess að Bjarnfreðarson verði næsti borgarstjóri - með HREINANN meirihluta , ert þú ekki farinn að klappa Axel , ástandið getur ekki versnað (já og engin ástæða til að láta fjórflokkinn kenna á skrípaleik undangenginna ára t.d. styrkjum , framapotaraflokkskaffisamsæti ofl ofl) , er ekki tími til kominn að fólk haldi sér við staðreindir , meira að segja þegar um pólitík er að ræða ?

Hörður B Hjartarson, 25.5.2010 kl. 01:10

21 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þá er það á hreinu - Reykjavíkurframboðið vill stríð við landsbyggðina -

Það vill reyndar svo til að æði margir íbúar í Reykjavík eru ættaðir "utanaflandi" og við viljum gæta hagsmuna beggja - að fara í stríð vegna flugvallarins er óráð.

Það mál á að leysa í sátt við landsbyggðina - en hvaða máli skiptir svosem yfirlýsing Baldvinsframboðsins -

Ætli einhver annar athyglissjúkur komi fram með Íslandsframboðið í næstu Alþingiskosningum - einhver sem nær kanski líka 0.1% fylgi? Svona eldhúsframboð með mikilmennsku ívafi.

Hörður - öllum verða á mistök - nema kanski þér - ef við viljum persónugera heilan flokk í einhverjum fáum einstaklingum þá blasir það við - flokkurinn minn gerði mistök - það er verið að vinna útúr þeim mistökum innan flokksins en því miður er það erfitt á hinu pólitíska sviði þar sem gjörsamlega lánlaus ríkisstjórn situr að völdum - stjórn sem er 20 árum á eftir í tíma.

Að atyrða fólk fyrir tryggð við sinn flokk - þitt mál - segir mér bara það að þú sért ekki tryggur vinur - heldur maður sem snýrð baki við "vini" þínum ef honum verða á mistök -

vinnan innan Sjálfstæðisflokksins heldur áfram og flokkurinn á sífellt að vera í endurskoðun.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.5.2010 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband