Lögfræðilegar æfingabúðir

Rannsókn Sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í tengslum við bankahrunið mun taka langan tíma, jafnvel mörg ár, þangað til öll kurl verða komin til grafar, enda málið gífurlega stórt og umfangsmikið og teygir sig í gegnum hundruð hlutafélaga til ótal landa, í gegnum fjölda banka og bankareikninga í öllum helstu banka- og skattaprarísum veraldarinnar.

Enginn þarf að láta sér detta í hug, að væntanlegir sakborningar í þessum málum hafi setið auðum höndum frá hruninu, heldur hafa þeir allir með tölu verið í ströngum "lögfræðilegum afingabúðum" og undirbúið vörn sína af mikilli elju.  Allar helstu lögfræðistofur hér á landi og erlendar að auki, hafa þjálfað þá vandlega í því, sem þeir eigi að svara í yfirheyrslum og hvernig eigi að bera sig að við vörnina að öðru leyti og alls ekki játa á sig nokkrar sakir.

Varðhaldsúrskurðirnir núna benda til þess að Hreiðar Már og Magnús hafi ekki verið samvinnuþýðir við yfirheyrslurnar og jafnvel neitað alfarið að tjá sig um sakargiftir og ætli að fyrirmælum lögmanna sinna að láta saksóknarann hafa alfarið fyrir því að sanna sakargiftirnar án játninga.

Áróðursmaskínur núverandi og væntanlegra sakborninga munu fara á fullt í fjölmiðlum á næstunni og ráðast að Sérstökum saksóknara persónulega og gera hann sjálfan og rannsóknirnar tortryggilegar og síðan þegar kemur að réttarhöldum munu herskarar lögfræðinga, endurskoðenda og annarra vinna að vörninni, þannig að allt sem sækendur munu leggja fram í réttinum mun verða tætt í sundur og sérstaklega mun verða hamrað á óvönduðum vinnubrögðum rannsakenda og þar sem dómarar eru ekki sérfræðingar í viðskiptum, mun verða harður slagur og langur fyrir dómstólum þegar þar að kemur.

Allt þetta sást í Baugsmálinu fyrsta og nú þegar eru leigupennar sakborninganna byrjaðir herferð sína t.d. á Pressunni.  Má þar sem dæmi nefna Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing, Ólaf Arnarsson, hagfræðing og Bubba Mortens, tónlistarmann.  Allir hafa þeir og fleiri reyndar skrifað lofgreinar um banka- og útrásargarkana í talsverðan tíma, en það er þó aðeins sýnishorn af því sem koma skal.

Balli er ekki einu sinni byrjað, en það verður fjörugt þegar hljómsveitin verður búin að hita upp.


mbl.is Kaupþingsmenn í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verður reyndar athyglisvert að sjá Sigurð G. Guðjónsson verja Jón Ásgeir og Pálma í Fons.

Sigurður var víst stjórnarformaður Fons, þegar fyrirtækið varð gjaldþrota.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 16:28

2 identicon

Sigurð G Guðjónsson á nú bara að setja bak við lás og slá, hann er einn versti landráðamaður og þjóðaróþokki sem fyrirfinnst. Hann hjálpaði "vini" sínum Sigurjóni Digra að ná út stórum fjárhæðum úr Landsbanka eftir hrun on enn er hann að verja þetta gengi. Inn með hann áður en hann gerir þjóðinni  meira ógagn og skemmir rannsóknarhagsmuni eins og ahns er von og vísa.

Jesper (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður G. er byrjaður að skrifa á Pressuna til stuðnings Hreiðari Má og Magnúsi og lætur að því liggja að handtökur þeirra hafi verið ólöglegar.  Héraðsdómur er að vísu ekki sammála honum, en það mun ekki breyta því, að Sigurður mun halda áfram skrifum á sömu nótum.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 16:34

4 identicon

Sigurður G. Guðjónsson er bæði eldklár lögmaður og heilsteyptur karakter. Þeir einir tala niðrandi um hann sem þekkja hann ekki baun.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 16:42

5 identicon

En hvað eru formenn ríkisalyserastjórnarflokkanna að pípa um þetta. Þetta mál er löngu komið í farveg. Þau ættu frekar að tjá sig um mál sem eru ekki æi neinum farvegi eins og hvað á að gera við þá þingmenn sem veittu háum styrkjum móttöku við framboð sín og flokka sinna. Eins eru ráðherrar í ríkisstjórninni sem báru ábyrgð í fallinu.

Þessir glæponar þurfa ekki að standa okkur reikningsskyl, þeirra mál er dómstólanna enda störfuðu þeir ekki í umboði okkar. En þingmenn og ráðherrar starfa í okkar umboði og  ber að standa okkur reikningskyl. Í rannsóknarskýrslunni kom fram að þeirra starfshættir voru í meira lagi ámælisverðir enda mun Alþingi þurfa að taka ákvörðun um mál  sumra í þessu sambandi. En þangað til á þetta fólk allt sem eitt að víkja af vettvangi stjórnmálanna.

Það er mín skoðun að eitthvað af þessum s.n. útrásarvíkingum hafa farið yfir strikið og ásamt öðru valdið hruni bankakerfisins. En +ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem afhentu þeim eldspíturnar þar sem þeir létu undir höfuð leggjast að gæta fyllstu aðgæslu við sölu bankanna. Þeir létu flokkshagsmuni ráða hverjir fengu bankana og vörpuðu því þjóðarhagsmunum og hag bankanna fyrir róða. Þetta fólk og það sem tók við og gerði ekki þær varúðarráðstafanir sem nauðsynlegar voru á tíma fallstjórnarinnar heldur fór í víking til að ljúga að ráða og bankamönnum viðskiptalanda okkar þeirra sektin fyrst og síðast.

Svo erum við hissa á því að ekki sé tekið mark á okkur í ICeve deilunni.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:23

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Og jafnvel núna lætur fólk “splitta” sér, ekki einu sinni hægt að vera sammála um að fyrir refsivert athæfi eigi að refsa. !! "Say no More" lesa  HÉR og HÉR

Kristján Hilmarsson, 7.5.2010 kl. 17:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, eða hvað þú heitir, þú talar nú alveg í hring þegar þú segir að ráðherrarnir þurfi ekki að axla ábyrgð, en segir svo, eins og rétt er, að nefnd Alþingis er að fara yfir það, hvort þeim verði stefnt fyrir Landsdóm til að svara fyrir gerðir sínar.  Landsdómur er dómstóll, eins og hver annar.  Styrkjamálin hafa verið lengi í umræðu, t.d. var varla talað um annað fyrir kosningarnar í fyrravor og þá endurnýjuðu þessir þingmenn umboð sitt í kosningum.  Ekki að ég sé að afsaka þá á nokkurn hátt, en enginn hefur ennþá getað bent á að þeir hafi brotið nokkur einustu lög, því þessi mál eru fjögurra til sex ára gömul og þá var ekkert í lögum sem bannaði svona styrki.  Ef þú heimtar að þeir svari til saka, sem brjóta lög, þá verður þú að benda á lögin sem voru brotin.  Varla ætlast þú til að þeir sem fara að lögum, verði dæmdir og varla ert þú fylgjandi því, að dómstóll götunnar dæmi menn og taki þá svo af lífi líka.

Svo þetta með eldspýturnar.  Ef ég gef þér eldspýtustokk, telur þú þá að þú megir kveikja í hverju sem er og segja svo að íkveikjan sé mér að kenna, af því að ég gaf þér stokkinn?  Ef ég gæfi þér hníf, heldur þú þá að þú megir drepa hvern sem þú vildir með honum og kenna mér svo um morðið?

Ef þú sérð ekki sjálfur rökleysuna og delluna í málflutningi þínum, þá ert þú algerlega dómgreindarlaus og ættir að minnsta kosti ekki að dæma gerðir anarra.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 18:59

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Kveðja frá "þjóðtrúbadúrnum" til "hjarðarinnar: "Hjörðin öskar af gleði Fjölmiðlar Tútna út af sölulegri vandlætingu Ráherrar sjá atkvæðini koma til sín það var engin ástæða til að setja þessa menn inn önnur en Pr fyrir stengrím Og Jóhönnu ömurlegt."

Svona hljómar fagnaðarerindi Bubba Morthens á Facebook í dag. Hver skildi borga "gjöf" Bubba til þjóðarinnar?

Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en sagan segir að kvöldið sem að hann söng á árshátíð Bónus, þá hafi hann fellt niður, eða frestað tónleikum á Selfossi vegna barkabólgu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 22:58

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því miður er maðurinn sem einu sinni var "þjóðartrúbador" orðinn þjóðartrúður.  Algerlega ömurlegt að sjá hvernig maðurinn er orðinn.  Ekki nokkur einasti maður tekur mark á honum lengur, en sjálfsagt fær hann vel umbunað fyrir skrifin.

Á einhverju verður hann að lifa, eftir að hafa tapað öllu sínu á eigin græðgi og von um skjótfenginn gróða í samvinnu við banka- og útrásarkónana. 

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband