Nú reynir á rannsakendur og dómstóla

Bandaríski lögfræðingurinn, William Black, sem sérhæfir sig í hvítflibbaglæpum, segir það sama og alkunna er, að íslensku banarnir hafi verið reknir eins og hverjar aðrar svikamyllur, sem byggðust á blekkingum og hyglun eigenda bankanna og helstu viðskiptanina þeirra, sem í mörgum tilfellum voru sömu aðilarnir.

Black álasar íslenskum stjórnvöldum fyrir sofandahátt í aðdraganda hrunsin og eins gagnrýnir hann skýrslu Frederic S. Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar, sem þeir skrifuðu fyrir Viðskiptaráð árið 2006,  harðlega en þar sagði að líkurnar á „algeru fjárhagslegu hruni“ á Íslandi væru „sáralitlar“. Þetta kallar Black að selja djöflinum sál sína.  Án þess að bera blak af þeim felögunum, má þó minnast þess, að fáir ef nokkrir hagfræðingar gagnrýndu bankana og útrásarbóluna á þeim tíma og byrjuðu flestir að gagnrýna eftir hrun og þá þóttust þeir vera löngu búnir að sjá öll merki um hrunið, en voru bara ekki búnir að koma því í verk, að segja frá því.  Margt breyttist reyndar frá árinu 2006 ti haustsins 2008, en hafi Tryggvi Þór og félagi hans alls ekki séð neitt athugavert, þrátt fyrir sérstaka rannsókn á kerfinu, þá er það falleinkunn fyrir þá sem hagfræðinga.

Black álítur að eiithavð af þeim málum, sem sérstakur saksóknari muni ákæra fyrir,eigi að vinnast. Ef það gerist ekki sé eitthvað að annað hvort íslenskum lögmönnum eða dómskerfinu.  Um það hefur marg oft verið skrifað á þessu bloggi, að nú fyrst reyni á kerfið í svona málum, Fjármálaeftirlitið, Sérstakan saksóknara og hans innlendu og erlendu samstarfsaðila, sækjendur og ekki síst dómara og því verði að vanda allan undirbúning og alls ekki glutra niður málum vegna ónógra rannsókna eða vanreifunar.

Baugsmálið fyrsta hræðir og auðvitað mun ekki skorta fé til greiðslu varnarinnar fyrir þetta glæpahyski.

 

 


mbl.is Black: Bankarnir sekir um glæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Við feðgar sátum og horfðum á þátt um hrunið á norskri sjónvarpsstöð í fyrra, og þar var m.a. minnst á Baugsmál hið fyrsta sem þú kallar, man ekki upphæðirnar í krónum talið enda skiftir það ekki öllu máli, en þegar þáverandi yfirmaður efnahagsdeildar lögreglunnar sagði, vandræðalegur, fréttamanni hvað hans embætti hefði haft úr að spila á því fjárhagsári sem Baugsmálið var rannsakað og dómtekið, á móti því hvað Baugsmenn notuðu í varnir, þá varð mér að orði "manninum hlýtur að hafa liðið eins og hann væri á Trabant sem gengi bara á öðrum, meðan hinir þustu fram úr og út í buskann á splunkunýjum Cadillac, veifandi F...fingrinum út um gluggann." tek fram að við erum báðir bíladellukallar, þar af samlíkingin.

Svo að hvorki þú né aðrir eru bjartsýnir hvað varðar rannsókn, ákæru og þar eftir dóm yfir þessum bandíttum, er vel skiljanlegt, en þetta kemur til með taka tíma og vonandi verður vel á spilum haldið við rannsóknina, enda kella hún Joly til aðstoðar ef hún endist og nennir allann tímann, hún er með svo margt í gangi fyrir utan að halda við "imaginu" sínu.

 

Kristján Hilmarsson, 2.5.2010 kl. 16:03

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Við skulum líka ekki gleyma því að núverandi forstætisráðherra gagnrýndi kostnaðinn við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins, þó svo að frá upphafi hafi verið ljóst að rannsókn málsins og málarekstur var langt því frá nægjanlegur miðað við fjárráð Baugsmanna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 16:35

3 identicon

Er niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kannski upphafið á hruninu og þeim siðferðisbresti sem finna má(tti) í hluta viðskiptalífsins?

Björn (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:49

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Tja hver veit hvernig mál hefðu þróast við annann dómsúrskurð, að ekki sé talað um öflugra eftirlitskerfi ???

Kristján Hilmarsson, 2.5.2010 kl. 17:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, það má mjög líklega rekja a.m.k. hluta ástæðnanna á allri bólunni til niðurstöðunnar í Baugsmálinu fyrra og í látunum út af fjölmiðlafrumvarpinu, því Baugsmönnum og áróðursvél þeirra tókst að snúa almenningsálitinu algerlega á sitt band og þeir voru hetjurnar í þjóðfélaginu, en stjórnvöld skúrkarnir og saksóknarinn mátti sitja undir háði og spotti vegna vinnu sinnar og eins og fram kom á sínum tíma, eyddu Baugsfeðgar tífaldri þeirri upphæð, sem saksóknari hafði í rekstur embættisins á heilu ári, í vörn sína.

Mín skoðun er sú, að eftir þetta hafi stjórnvöld hreinlega verið algerlega lömuð og ekki haft nokkra uppburði í sér til þess að stemma stigu við þeim darraðardansi, sem upphófst í fjármála- og viðskiptaheiminum í kjölfarið og glæpamennirnir fóru a líta á sig sem ósnertanlega.  Almenningur elskaði líka og dáði þessa snillinga, þó enginn vilji viðurkenna það núna, nema sá hópur sem enndá dýrkar Jón Ásgeir og hans slekti, þrátt fyrir að hann hafi verið allra stærsti gerandinn í hruninu.

Það er í raun sorglegt að sjá á blogginu og víðar, að fólk er ennþá að verja Baugsfeðga og heldur áfram að beina athyglinni frá þeim og á Davíð Oddson, en sá maður virðist ennþá hafa ótrúleg áhrif á þjóðarsálina.

Kristján, þú segir að ég og fleiri séum ekki bjartsýnir á niðurstöðu þeirra sakamála sem nú eru til rannsóknar, en það er nú ekki rétt, því ég er mjög bjartsýnn á að a.m.k. fjöldi stórra og alvarlegra ákæra muni koma fram og þorpararnir muni fá makleg málagjöld að lokum.  Ég geri mér hins vegar grein fyrir því, að þessi mál muni taka langan tíma og vörn sakborninganna mun verða hörð og kostnaðarsöm, en þar mun ekki skorta neina peninga, frekar en fyrri daginn.

Þess vegna er brýnt, að yfirvöld verði við kröfu Evu Joly um ennþá meiri fjárframlög til embættis Sérstaks saksóknara og að starfsmönnum verði fjölgað upp í 80 a.m.k. næstu tvö til fjögur árin.  Á þessari kröfu hennar sést hversu stór og flókin þessi mál eru og að hún reiknar með mörgum árum til þess að ljúka rannsóknum þeirra.

Á meðan verður þjóðin að sýna stillingu og láta ekki blóð- og hefndarþorstann leiða sig í villigötur og stjórnleysi.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Eftirlitsaðilar voru að passa upp á að fjárglæpamennirnir gætu komist upp með þetta, það er bara eina skýringin.

Ég hef líkt fjárglæpamönnum við B Madoff og hneykslast á því að ekkert skuli gert í því að koma lögum yfir þá.

En er við einhverju öðru að búast í svona litlu samfélagi eins og Ísland er? Auðvitað ekki, hér eru sterk ættartengsl og mikil ættarveldi sem hafa verið allsráðandi í, dirfist mér að segja, hundruð ára.

Því miður verður ekkert gert, jú, kannski einhverjum peðum fórnað til að draga athyglina frá stóru körlunum.

Meina, hvernig er það mögulegt að heilt land skuli vera alveg skuldlaust eina vikuna og svo skulda margfalda landsframleiðslu vikuna á eftir og ekkert er gert í að draga sökudólgana til saka, ekki einu sinni tekið af þeim þýfið.

Ísland er svo rotið að við erum ekki einu sinni með óháð innra eftirlit hjá lögreglu, alþingi eða dómsvaldi þannig að þetta fólk sem stjórnar VEIT að þeir eru hafnir yfir lög.

En hvað ég tel að það sé best fyrir þetta fólk að koma fram og játa segt sína og gangast við dóm og skila því sem stolið var ÁÐUR en almenningur springur af reiði, því þá er ekki aftur snúið. 

Það sem er verst í þessu er ekki það að landið okkar sem var eitt ríkasta landið í heimi heldur að ekkert sé gert í því að leiðrétta það að við séum núna eitt skuldugasta ríki heims. Spillingin og mannfyrirlytningin er svo mikil að maður er einfaldlega dofinnyfir þessu.

Íslendingar geta ekki tekið á þessu vegna tengsla og þess vegna þurfum við almenningur að byðja um aðstoð frá einhverju af nágrannalöndunum til að taka til hjá okkur.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 18:18

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fólk má líka ekki sleppa sér yfir því að líklega gætu "minni" mál komið fyrr fyrir dómstóla. Það segir samt ekkert um forgangsröðun hjá yfirvöldum, heldur eingöngu bara það að rannsókn "minni" mála tekur skemmri tíma.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 18:21

8 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það sem komið hefur þegar í ljós er nóg til að réttlæta fullkomna eignarupptöku eigenda og stjórnenda þessarra banka, samt er ekkert gert.

Í tvö ár hefur þessum þjófum verið leyft að koma úr landi þessum auðævum, margir "sakborninga" fengu mánuði til þess að reyna hreinsa til eftir sig slóðina. Milljarðar hafa týnst, engin gögn um hvert þeir fóru. Enn í dag sitja margir af "sakborningum" við stjórnvölinn í mörgum af helstu og stærstu fyrirtækjum á Íslandi. 

Þeir gerðu sér fulla grein fyrir þvi að þeir munu komast upp með þetta og núna tveimur árum eftir hrun þá eru þeir ennþá að ræna banka, núna litla sparisjóði sem eiga ekki að geta farið á hausinn samkvæmt því sem sagt var fyrir nokkrum mánuðum.

Og ekkert er gert ennþá. Hversu lengi ætlar fólk að berja hausnum við stein áður en að það fattar að fyrrverandi og núverandi valdhafar munu ekkert gera nema þæfa málið þar til það er of seint að ná einhverju til baka. oops, það er þegar of seint, peningarnir eru ekki lengur á landinu.

Á meðan þetta fólk skilar ekki hverjum einasta eyri þá á það að sitja í fangelsi, fyrir lífstíð ef þess þarf.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 18:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, tónninn í þinni færslu er nákvæmlega sá sami og var hjá ýmsum um Rannsóknarnefnd Alþingis áður en skýrslan kom út.  Þau voru ófá bloggin, sem úthúðuðu nefndinni fyrir endalausan drátt á útkomu skýrslunnar og auðvitað væri skýringin sú, að nefndin væri að hvítþvo glæpamennina.  Meira að segja var nefndinni úthúðað fyrir að gefa mönnum tækifæri til að svara fyrir ávirðingar, sem á þá voru bornar, þó það sé sjálfsögð regla í réttarríki.

Að sjálfsögðu munu allir þessir dólgar verða dregnir fyrir dóm, en eins og svo oft hefur komið fram, eru þessi mál flókin og tímafrek í rannsókn, en munu að sjálfsögðu enda með þungum dómum.

Þú og aðrir verða að sætta sig við að réttvísin verður að fá sinn tíma til að ljúka þessum málum.  Almenningur hefur enda engan rétt til að gera eitt eða neitt í þessum málum upp á sitt eindæmi.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 18:33

10 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Tók ekki langan svona langann tíma að draga B Madoff fyrir dómara, og hann situr nú af sér 150 ára fangelsisdóm. Íslensku fjárglæpamennirnir sitja sem fastast við stjórnvölinn í Íslensku fjármálalífi í boði valdhafa Íslands.

Það þarf ekki allt að ske á sama tíma, nóg er að byrja á því að gera eignir upptækar og svo draga þá fyrir dóm.

Það þarf ekki nema eigur örfárra fjárglæpamanna til að rétta af skuldastöðu heimilanna, samt er almenningur borinn út á meðan auðvaldið sem orsakaði þetta verður ríkara.

Og það sem er svo skítlegt við þetta allt er að þau heimili sem fara á uppboð munu án efa lenda í höndum þeirra sem orsökuðu fall almennings, og án efa verður það gert í skjóli leppafyrirtækja.

Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 19:08

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eva Joly hefur sagt að ekki sé hægt að bera rannsókn á íslenska bankahruninu saman við rannróknina á svikum Madoff's, málin séu ekki eins og þar að auki hafi bandaríska leyniþjónustan áratuga reynslu af rannsókn fjársvikamála, en slíka reynslu vantar hérlendis, enda ekkert í líkingu við bankaránin gerst áður hér á landi.

Vinstri menn börðust með oddi og egg gegn stofnun greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra og sögðu það bara njósnastofnun, sem yrði með puttana í einkamálum fólks.  Það gengur ekki fyrir vinstri menn að berjast stöðugt gegn lögregluyfirvöldum og dómstólum og kvarta svo yfir því, að gangur mála sé ekki nógu hraður hjá þessum embættum.

Það er alls ekki hægt að byrja á því að gera eignir upptækar og ætla svo að sanna sakir á menn eftirá.  Það er nákvæmlega öfug röð mála.  Svona ofstæki, eins og lýsir sér í þínum athugasemdum, er það hættulegasta sem steðjar að íslensku þjóðfélagi nú um stundir.

Gegn slíkum ófögnuði verður að berjast með öllum ráðum, því upplausn og ólög eru alls ekkert það sem okkur vantar núna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 19:21

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott Axel að þú ert bjartsýnn á þetta, biðst forláts á að draga það í efa,  ég er bjartsýnn í hófi þó, en að líkja þessu við Madoff málið er auðvitað bara tákn um óþolinmæðina sem ríkir og er drifin meir áfram af hefndargirninni en réttlætiskennd.

Talið nefnilega að Madoff hafi verið að meira og minna frá 1980 og hversu lengi rannsóknin fór fram er ekki gott að vita, en frá handtöku til játningar og svo dóms leið ekki lengi sbr. HÉR.

Kristján Hilmarsson, 3.5.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband