Fáráðnleg krafa um eignaupptöku

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, setti í ávarpi sínu í tilefni dagsins fram fáráðnlegustu hugmynd, sem nokkur verkalýðsleiðtogi hefur látið frá sér fara, en það var krafa um að ríkið setti lög um eignaupptöku auðmanna, án þess að nokkrar sakir væru á þá sannaðar, hvað þá að þeir hefðu verið dæmdir fyrir nokkurn hlut.

Við hvaða eignamörk hún ætlaði að láta setja þessa heimild til upptökunnar kom ekki fram, en hún sagði m.a.:  "Rætt er um að upptaka þessara eigna komi sterklega til greina, í hugum okkar BSRB félaga er það ekkert vafamál. Nauðsynlegt er gera ráðstafanir til þess að búa slíkri eignaupptöku, sem hluta af sáttargjörð í samfélaginu, viðeigandi lagagrundvöll. Fyrirheit stjórnvalda um að krefjast bóta frá þeim sem valdið hafa skaða verða að ganga eftir- það er krafa samfélagsins."

Er ekki lágmarkskrafa, að menn sem liggja undir grun um lögbrot, verði ákærðir og dæmdir, áður en farið er að tala um eignaupptöku?  Þeir sem dæmdir verða, hljóta að fá háar sektir og dóma um miklar skaðabætur og að sjálfsögðu fylgir þá eignaupptaka í kjölfarið, borgi þeir ekki það sem þeir verða dæmdir til að greiða, og vafalaust verða illa fengnar eignir af þeim dæmdar.  Umfram það á ekki að vera hægt að ganga að eignum manna.

Allar hugmyndir um aðrar eignaupptökur, en vegna ólöglera athafna, eru fáránlegar og spurning hvar þvílíkar aðgerðir eiga að enda.

Formaður BSRB ætti að láta sér kjaramálin nægja og skipta sér ekki af dómsvaldinu í landinu.

 


mbl.is Styðja upptöku eigna auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Er talsmaður Sjálfstæðisflokksins að tjá sig? Það hljómar þannig!

Stefán Lárus Pálsson, 1.5.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Styðja talsmenn annarra flokka þjófnað?  Hvers konar hugsunarháttur er það, að alveg sjálfsagt sé að svipta menn eignum, ef engar sakir sannast á þá?

Að sjálfsögðu reikna ég með, að þeir sem dæmdir verða fyrir bankaránin, sem leiddu til hrunsins verðir dæmdir í háar sektir, upptöku ólöglega fenginna eigna og til greiðslu skaðabóta.  Aðrir eiga ekki að sæta eignaupptöku, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 23:08

3 identicon

Svo orti Sigurður Breiðfjörð á þeim tíma 1906 er Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað.

ÞAÐ ER DAUÐI OG DJÖFULS NAUÐ,

AÐ DYGGÐASNAUÐIR FANTAR

SAFNA AUÐ MEÐ AUGUN RAUÐ,

EN AÐRA BRAUÐIÐ VANTAR.

Númi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sovét Ísland, hvenær kemur þú? orti Jóhannes út Kötlum um miðja síðustu öld.  Kommúnisminn er og hefur verið lífsseigur og sumum finnst alltaf sjálfsagt að taka ófrjálsri hendi frá öðrum og afsaka það bara með því, að það sé sín pólitíska skoðun.

Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 23:57

5 identicon

Þú ert mjög trúlega að vitna til þeirra atburða sem auðvaldsmafían eða öðru nafni svokallaðir Útrásarvíkingar hafa gert þjóð sinni,semsagt komið henni á heljarþröm.Var það og er það þeirra pólitíska skoðun að þeir máttu ræna og ljúga að þjóð sinni.Axel höfðu þeir leyfi frá þér.? Mín von er sú að þessir Banditar verði eltir uppi,og dýflisaðir.

Númi (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:34

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað á ég við útrásar- og bankabanditta og ekki veit ég til þess að þeir hafi haft leyfi nokkurs manns til að ræna og rupla, frekar en aðrir glæpamenn spyrja um leyfi, áður en þeir fremja sína glæpi.

Glæpahneigð og pólitískar skoðanir eiga ekkert sameiginlegt.  Ekki er vistmönnum á Litla Hrauni skipað í klefa eftir stjórnmálaskoðunum, þó ég reikni með að kjósendur allra flokka séu þar innandyra.  Ekki man ég til þess heldur, að í réttarhöldum yfir þeim hafi verið spurt um stjórnmálaskoðanir þeirra. 

Þess vegna verður maður alltaf jafn undrandi, þegar fylgjendur sumra stjórnmálaskoðana hika ekki við að réttlæta alls kyns glæpaverk og kalla það stjórnmálaskoðun sína.

Vonandi á maður ekki að skilja þína færslu svo, að þú aðhyllist slíka glæpapólitík.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 00:44

7 identicon

sæll hér Axel...nú er það svo að stórfelld svipting eigna almennings hefur staðið yfir og sér ekki fyrir endann á hvað bíla og fasteignir varðar, og veit ég ekki til að nokkrar sakir hafi sannast á það fólk sem lent hefur í þessum gjörningum ? og miðað við tímann sem þessum útrásardólgum hefur verið veittur til að grafa bókhald og flytja eignir og lögheimili undan íslenskum lögum þá kæmi mér stórlega á óvart að einhver þessara manna eigi eftir að sæta dóms hérlendis,frekar að þeim verði gert áfram kleyft að eiga hér fyrirtæki í skjóli bankaleyndar og undir dulnefninu "kröfuhafi" og með stjórnmálamennina sem brotið hafa af sér gagnvart þingi og þjóð þá hefur það nú ekki tíðkast hér ólíkt nágrannaríkjunum að þeir þurfi að standa gjörða sinna skil......fyrningar,hroki og siðblinda sjá um sína.

árni (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 02:09

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er alveg ljóst, hvort sem fólki líkar það betur eða verr, að ef að fljótlega eftir hrun hefði verið farið í handtökur á meintum glæpamönnum og eignir gerðar upptækar, þá væri þeir flestir frjálsir menn í dag og með megnið af eignum sínum.

Ástæðan fyrir því er einföld. Vegna þess að hér ekki hægt að halda mönnum endalaust í fangelsi, þá hefði svotil strax þurft að fara að gefa út ákærur á menn, sem væru í varðhaldi. Slíkt kallaði aðeins á illa undirbúin mál og stórkostlegar líkur á sýknu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 03:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, fórnarlömb afbrota hafa engan rétt til að dæma afbrotamanninn sjálf og geta ekki heldur framfylgt dómum, sem dómstólar kveða upp.  Til þess er réttarkerfið í landinu og þessar sífelldu fullyrðingar um að mönnum hafi verið gefinn tími til að "grafa bókhald" eru tóm della, því nú á tímum er bókhald fært í tölvum og allt hægt að rekja á rafrænan hátt.  Söngurinn um að í gangi sé allsherjar samsæri um að allt verði gert til að þessir menn sleppi undan refsingum, minnir á hvernig bloggheimar fjölluðu um rannsóknarnefndina áður en skýrslan kom út.  Þá var endalaust bloggað um að nefndin væri að hvítþvo glæpalýðinn og ekkert myndi verða að marka neitt, sem frá henni myndi koma.  Allir virðast vera búnir að gleyma þessu núna og þeir sem svona töluðu áður, dásama skýrlsuna núna. 

Hvað halda menn að embætti sérstaks saksóknara sé að gera núna.  Hvítþvo glæpalýðinn?  Það er hárrétt, sem Kristinn segir, það dugar ekkert að fara af stað með einhverjar flóknustu og stærstu sakamálaákærur sögunnar, ekki bara á Íslandi, án ýtarlegar rannsóknar og vandaðs málatibúnaðs.  Baugsmálið fyrra var ekki nógu vel upp lagt frá saksóknara, enda fór það eins og það fór.

Blóð- og hefndarþorsti almennings verður ekki slökktur með illa undirbúnum kærum og ekki er víst að í öllum tilfellum myndi dómstóll götunnar taka rétta aðila af lífi, ef teknar yrðu aftur upp galdrabrennur fyrri alda.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 08:19

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Axel Jóhann, við vitum það mæta vel að eignir verða ekki teknar af fólki nema að undangengnum dómi, ég er sannfærður um að jafn vel gerð kona og Elín Björg Jónsdóttir gerir sér fulla grein fyrir því. Það er til annar ferill sem margir eru óánægðir með að ekki hafi verið nýttur og það er kyrrsetning eigna þeirra sem liggja undir grun um að hafa sölsað undir sig fjármuni, og það mikla fjármuni, á ólöglegan hátt. Mér finnst ekki hátt risið á mönnum sem skortir rök að hlaupa   austur á Volgubakka eins og þú gerir hér að framan, satt best að segja er þessar gömlu sovét- og kommaklisjur orðnar ákaflega þreyttar. En það er einn embættismaður á sama máli og Elín Björg og það er Skattrannsóknarstjóri. Hann er þegar búinn að kyrrsetja eignir þeirra sem grunaðir eru um skattsvik og boðar að þeim eigi eftir að fjölga mikið. Mér finnst að það hafi verið tekið með silkihönskum á "tortúlalubbunum" ég kýs að gefa þeim nafn eftir eyju einni í Karabíska hafinu, finnst "útrásarvíkingar" allt og virðulegt nafn. Ég satt að segja er stórlega undrandi að þú Axel Jóhann skulir slá skildi fyrir þessa bankalubba sem sannað er að tæmdu bankana um leið og þeir hrundu. Þetta eru fyrstu bankaránin þar sem ekki þurftu lambhúshettur, engin kúbein, engar brotnar rúður eða jarðgöng. Menn sátu einfaldlega inni við fínu skrifborðin sín, með hvíta flibba og bindi og gerðu þetta með tölvunum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.5.2010 kl. 10:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, hafir þú lesið bloggin mín þá hlýtur þú að sjá, að ég hef einmitt krafist þess, að hver sá sem gerðist sekur um lögbrot í sambandi við bankaránin, verði dreginn fyrir dómstóla og dæmdur til þeirra þyngstu refsinga, sem mögulegt er, til sekta og skaðabóta, ásamt því að sæta upptöku ólöglega fenginna eigna.

Meira að segja í athugasemd nr. 9 hnykki ég á þessu:  "Hvað halda menn að embætti sérstaks saksóknara sé að gera núna.  Hvítþvo glæpalýðinn?  Það er hárrétt, sem Kristinn segir, það dugar ekkert að fara af stað með einhverjar flóknustu og stærstu sakamálaákærur sögunnar, ekki bara á Íslandi, án ýtarlegar rannsóknar og vandaðs málatibúnaðs.  Baugsmálið fyrra var ekki nógu vel upp lagt frá saksóknara, enda fór það eins og það fór."

Það er algerlega að snúa hlutunum á hvolf, að halda því fram að ég vilji halda einhverjum hlífiskildi yfir glæpamönnum, þó ég vilji ekki stjórnleysi og aftökur án dóms og laga, eins og margir krefjast á bloggsíðum og víðar.

Ekki batnar ástandið í landinu við svoleiðis lögleysu.  Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 11:42

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hefði heimild til kyrrsetninga eigna verið nótuð strax, þá hefði sá sem þess krefst kyrrsetningar að gefa dómsyfirvöldum upp þær sakagiftir sem kyrrsetningar er krafist vegna.

það hlýtur þá að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að kyrrsetningu hefði fylgt ákæra og innan fárra dómtöku þess máls sem ákærunar ná til.

Í stuttu máli, þá er útkoman af slíkum æfingum, illa búnin saksókn og yfirgnæfandi líkur á sýknu.

Hafi formaður BSRB átt við eignaupptöku að loknum dómi dómsstóla, þá hefði formaðurinn auðvitað átt að geta þess í ræðu sinni.

Þjóðin veit og saksóknarar vita, að hér voru í undanfara hrunsins framdir "glæpir". En það þarf að færa sönnur á að glæpur hafi verið framinn, áður en hægt er að dæma og refsa fyrir glæpinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 12:53

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, þetta sem þú segir er kjarni málsins, en hreint ekki meining þeirra öfgamanna, sem eru að heimta að "eignir verði teknar af" þessum mönnum.  Sú krafa byggist á algerlega löglausri eignaupptöku, án dóms og laga.

Hvar halda menn að slík skálmöld myndi enda?

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 13:26

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Með hliðsjón af "dómi götunnar" á málefnum tengdum hruninu, má alveg gera þá "hráu" greiningu að skýrslan hafi verið óþörf. Margt sem kemur fram í skýrslunni, er bara staðfesting á því fram hafði komið.

Það má líka alveg segja að skýrsluhöfundar séu bara hópur greinanda á þeim atburðum sem urðu í atburðarrás hrunsins. Höfundum skýrslunar var samkvæmt lögum gert "að leggja mat á (greina), hvað kynni að hafa valdið hruni bankana, ekki að dæma um sök einstaklinga.

Það er í rauninni orðum aukuið að nefndin hafi lagt "dóm" á meinta gerendur. Nefndin skilaði "áliti" (greindi) það úr upplýsingum sem að hún hafði undir höndum, eftir að hafa tekið viðtal, eða kallað fyrir allan þennan hóp manna og kvenna og með vísan í gildandi lög, að tilteknir embættismenn og ráðherrar KYNNU AÐ VERA SEKIR UM VANRÆKSLU Í OPINBERU STARFI. Væri þetta dómur nefndarinnar, þá væri Landsdómur óþarfur, því að búið væri að dæma í málum þessara einstaklinga.

Rannsóknarnefndin áleit einnig, suma ráðherra ekki seka um vanrækslu af "tæknilegum" ástæðum. Rannsóknarnefndin, dæmdi ekki þessa sömu ráðherra frá frá lögum um ráðherraábyrgð, heldur taldi nefndin, þá ekki bera sök samkvæmt stjórnskipulegu hlutverki og ábyrgðarsviðs þeirra ráðuneyta, sem þeir stýrðu.

Eins er með þá sem áttu og stýrðu bönkunum í hrun. Nefndin hvorki sakfellir né dæmir nokkurn mann fyrir lögbrot, heldur álítur (greinir aðstæður sem svo) að hugsanlega hafi verið framin lögbrot. Þess vegna fóru gögn sem bentu til saknæms athæfis, til Sérstaks saksóknara og þaðan væntanlega fyrir dómstóla, eftir frekari rannsókn og birtingu ákæra.

Þjóðin, eða "dómur götunnar" ákveður hins vegar að "dæma" fólk sem kemur fyrir í skýrslunni, t.d. vegna þess að það fólk, skuldaði bönkum eða skuldar enn háar fjárhæðir. Þjóðin eða hluti hennar dæmir þessar lánveitingar STRAX án þess að vita, hvers vegna til þessara lána var skapað. Einn þingmaður er af "þjóðinni" sakaður um spillingu fyrir að vera með þrenn fasteignalán á þrjár fasteignir, vegna vinnu maka síns á Austurlandi. Skýrslan tekur ekki fram hvers konar skuld þetta er, heldur kallar þetta bara "skuld" og gefur fólki í raun skotleyfi á þann sem skuldar án þess að gefa upp afhverju viðkomandi skuldar, eða t.d. gefur upp hvort viðkomandi sé í skilum með þessi lán eða ekki.

Varaþingmaður er sagður hafa skuldað ca 450 milljónir "punktur". Hvergi kemur fram í skýrslunni að viðkomandi einstaklingur hafi tekið þessi lán við uppbyggingu fyrirtækja sem voru í hans eigu, en eru ekki lengur. Það er eins með fyrirtæki og fasteignir, að lán vegna kaupa á þeim, fylgja við eigendaskipti, endað fasteignin eða fyrirtækið veð fyrir skuldinni, en lánið á ábyrgð eigenda fyrirtækis eða fasteignar á hverjum tíma og því eðlilegasti hlutur í heimi að þegar einstaklingur selur skuldsett fyrirtæki eða skuldsetta fasteign, að lánið fylgi með í sölunni.

Fyrirtæki þessa manns voru fjölmiðlar t.d Fiskifréttir og fleiri blöð. Gefur þá manni til þess að áætla að þessi blöð hefðu dregið taum þeirra banka sem lánaði þeim til útgáfunnar? Sé svo, er það ekki ráð að banna fjölmiðlum að taka lán í bönkum, svo þessir fjölmiðlar dragi ekki taum bankana?

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 14:53

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, enn og aftur frábært innlegg frá þér og auðvitað algerlega allt rétt sem þú segir.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 15:15

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má alveg hafa verið skýrsluhöfundum ljóst, í það minnsta ef að tekið tillit til ummæla höfundanna sjálfra, á meðan að gerð skýrslunnar stóð og vísa ég þá til ummæla, eins og "skýrslan færi þjóðinni verstu tíðindi frá Lýðveldisstofnun og að menn hafi verið gráti nær við gerð hennar, að það sem að fram kemur í skýrslunni, myndu vekja sterk viðbrögð og því þyrftu upplýsingar um lánveitingar t.d. hafa einhverjar skýringar. Nefndinn hafði alveg heimildir til þess að ná í upplýsingar um ástæður þessara lána.

Við megum líka ekki gleyma því, að þó svo að við höfum sem "þjóð" ákveðið að taka efni skýrslunnar alvarlega, að lesa samt skýrlsuna með "gagnrýnum" augum. Skýrslan var unnin af mönnum sem að hafa takmarkanir og aðrir menn þ.e. skýrsluhöfundarnir eru mannlegir, eins og aðrir menn.

Við megum því ekki sem "þjóð" gleyma gagrýnni hugsun í umfjöllun og túlkun um efni skýrslunnar.

Það má taka eitt dæmi enn þar sem menn stöldruðu ekki við og hugsuðu á gagnrýnan hátt.

Glitnisþotan fór nokkuð margar ferðir með viðskiptavini og eigendur bankans og eflaust fleiri "ráðamenn" þjóðarinnar. Farþegalístum þotunnar er verulega ábótavant. Eingöngu eru farþegar nafngreindir í tveimur ferðum þotunnar erlendis. Í öllum öðrum ferðum er "bara" unknown passengers á listanum. Ég skyldi ætla að ábyrgir rannsóknarblaðamenn hefðu áhuga á því að vita hverjir þessir "unknown passengers" voru.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 16:12

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslenskir "rannsóknarblaðamenn" hafa sérstakt lag á því að reka augum ekki í fréttnæmustu atriði mála.

Einnig má minnast þess að William Black, bandaríski lögfræðingurinn sem sérhæft hefur sig í hvítflibbaglæpum, lét þá skoðun í ljósi að skýrsluhöfundar hefðu á stundum ekki spurt viðmælendur sína réttu spurninganna vegna reksturs bankanna, sem hann segir hafa verið algerar svikamyllur.  Hins vegar veit maður ekki hvað er í þeim gögnum, sem nefndin vísaði til Sérstaks saksóknara, en þar eru vafalaust ítarlegri greining en í skýrslunni sjálfri.

Það er, eins og þú segir, bráðnauðsynlegt að hafa í huga, að skýrslan er ekki dómur, heldur sagnfræðirit um hvað gerðist í aðdraganda hrunsins og annarra en nefndarinnar að rannsaka saknæmu hlutina og ákæra vegna þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 17:23

18 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Á meðan að pönkast er á mönnum í rekstri að hafa skuldað og staðið í skilum á meðan þeir voru í þeim rekstri, þá dettur engum í hug að pæla í því hvaða rekstri móðir Jóns Ásgeirs var í, þar sem að hún er skráð fyrir 50 milljarða láni hjá Kaupþingi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 17:47

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og maður hefur svo oft sagt hérna á blogginu, þá er alveg ótrúlegt hvað fréttamenn þjóðarinnar eru óglöggir á fréttapunkta í ýmsum málum, en svo hjakka þeir dag eftir dag í hundómerkilegum málum, sem jafnvel byggjast ekki á neinu öðru, en þeirra pólitísku skoðunum á því sem er að gerast.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband