Mótmæli og grín

Framboð Besta flokksins er tómt grín, eins og Jón Gnarr og aðrir frambjóðendur "flokksins" taka alltaf skýrt fram í öllum viðtölum við þá og til að byrja með var grínið gott, en er nú orðið ansi þreytt og verður hreinlega orðið leiðinlegt þegar kemur að kosningum.

Fylgi flokksins í skoðanakönnunum sýnir óánægju kjósenda með hrunið og framgöngu stjórnmálamanna í aðdraganda þess, sem ekki fær háa einkunn í rannsóknarskýrslunni.  Þessari óánægu veitir fólk útrás í skoðanakönnunum, en þegar í kjörklefann verður komið, mun fólk ekki grínast neitt með kjörseðilinn, enda kosningarétturinn helgari en svo, að heilu kosningarnar verði eyðilagðar vegna einhvers stundargamans.

Kjörtímabilið er fjögur ár og þegar horft er til baka, til fyrstu tveggja ára yfirstandandi tímabils og þess nánast upplausnarástands sem þá ríkti í borgarstjórn, mun enginn láta sér detta í hug að kjósa slíkt ástand yfir sig aftur.  Þess vegna verður því ekki trúað, að Besti flokkurinn fái mörg atkvæði talin upp úr kjörkössunum að kvöldi kjördags.

Svona grín getur verið dauðans alvara.


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist ekki í augnsýn nafni, að flokkarnir skilji eða ætli sér að skilja þau skilaboð kjósenda að grín framboð sé vænlegasti kosturinn. Ef kjósendur bera ábyrgð í kjörklefanum, hver er þá ábyrgð kjörinna fulltrúa? Þeir hafa ekki og virðast ekki ætla að bregðast við kröfum þjóðfélagsins um víðtækar breytingar og uppstokkun, þeir fyrra sig ábyrgð hver í kapp við annan.

Gott gengi Besta flokksins er kannski sú rassskelling sem fjórflokkurinn þarf til að kveikja á perunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki nokkuð langt seilst að ætla að refsa borgarfulltrúum í Reykjavík fyrir hrunið, sem þeir hefðu nú varla getað haft mikil áhrif á?  Ef fólk er óánægt með borgarstjórnina, er þá líklegt að hún batni við að kjósa grínista?

Hitt er annað mál, að margur landsmálapólitíkusinn mætti stíga fram og að minnsta kosti útskýra t.d. hvernig styrkjunum var varið, en það ætti að vera auðvelt fyrir þá, þannig að fólk sjái svart á hvítu hvort ekki hafi verið allt með felldu um ráðstöfun þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Ég er sammála mörgum varðandi margt í þessu máli, en ég er mjög sammála því að það yrði flokkunum mjög holl upplifun að grínframboð grínista, fjölskyldu hans og vina, er borgurunum ekkert verri kostur en þeir sem hafa verið fremst í flokki stjórnmála síðustu ár.  Hvort sem um er að ræða sveitastjórnarpólitík eða landspólitík.  Ég held þetta snúist nú mest um það.  Þið sjáið nú bara það að ég bý erlendis, og átti í nær fullu fangi við að fylgjast með hver var borgarstjóri á líðandi kjörtímabili.  Þetta gekk bara á milli manna og kvenna í einhverju skrifstofupólitíkur- og leikskólafýlugríni.  Þannig að ég held bara að það skipti engu þó að Jón Gnarr komist aðeins í einhverja valdastöðu innan borgarinnar.  En ég er líka sammála því að þetta getur náttúrulega verið hættulegur leikur.  Það er ekki alltaf sniðugt að vilja bara sjá hvað gerist ef...

En meirihlutinn fær að ráða.  Svo er bara að sjá hvað gerist ef..... 

 Góðar stundir.

Haukur Sigurðsson, 30.4.2010 kl. 21:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nefninlega málið, Haukur.  Hvað gerist ef.......

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 21:18

5 identicon

Hmm, hvar er grínið eiginlega?

Ég held að mesta grínið sé að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn skuli kenna "skýrslunni" um gott gengi Besta flokksins.

Er ekki augljóst að kandidatar Besta flokksins eru einfaldlega frambærilegri, trúverðugri, a.ö.l. heiðarlegri, einlægari, opinskárri ...og þar með mun betri kostur ...en allir aðrir frambjóðendur?

Hvað er fyndið við það?

Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 21:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, það eina sem er fyndið um þessar mundir er pólitíski rétttrúnaðurinn, þ.e. að allir stjórnmálamenn séu fífl, hálvitar og spilltir glæpamenn og svo hjarðhegðunin, sem þessi rétttrúnaður leiðir.  Þín athugasemd er dæmi um þetta.

Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 22:13

7 identicon

Besti flokkurinn er sennilega það besta sem er í boði þessa dagana. Fólk sem hefur áhuga á því að breyta samfélaginu, er gagnrýnið og hefur húmor. Allt þættir sem ekki finnast hjá fjórflokknum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband