Það bráðvantar öryggisfangelsi, ekki nýtt fangahótel

Rætt herur verið um það í áratugi að reisa nýtt fangelsi, en alltaf hefur því verið slegið á frest og aðrir "brýnni" hlutir verið teknir fram fyrir.  Þetta kom ekki að mikilli sök á meðan íslenskir krimmar voru nánast eingöngu smáglæpamenn, sem aðallega stunduðu innbrot í fylleríi eða uppdópaðir, en voru í raun bestu skinn, sem lentu á glapstigum vegna óreglu.

Nú eru runnir upp aðrir tímar og íslenskir glæpamenn orðnir skipulagðari og harðskeyttari en áður fyrr og þar við bætist stöðug ásókn erlendra glæpagengja, sem sífellt láta meira til sín taka og líklega verður þess skammt að bíða, að vopnuð átök verði milli glæpahópa, eins og algilt er erlendis.  Sú harka sem farið er að bera á hjá glæpagengjunum innlendu og erlendu kallar á ný úrræði í fangelsismálum og erlendir glæpamenn sem fá á sig dóma hérlendis líta ekki á það sem refsingu, að vera vistaðir á Litla Hrauni, heldur sem þægilega hótelvist.

Það er stórhættuleg þróun að fá stór glæpagengi inn á Hraunið, því þróunin mun verða sú sama og annarsstaðar, að þau munu taka öll völd innan fangelsins og kúga aðra fanga og jafnvel fangaverði og þá styttist í að ástandið verði óviðráðanlegt.

Því er brýn nauðsyn á að hefjast handa nú þegar og byggja stórt og traust öryggisfangelsi eins og þau gerast rammlegust annarsstaðar, ef einhver von á að vera til þess að hægt verði að berjast við þá stórhættulegu þróun sem fyrirséð er á næstu árum í undirheimum landsins.

Í þessa byggingu verður að ráðast strax á þessu ári.  Öll bið getur orðið dýrkeypt.

 

 

 

 


mbl.is Lífeyrissjóðir fjármagni byggingu fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að bera saman hótel og fangelsi er ekki góð leið til að fá réttlátan samanburð. Frelsissviptingu er hægt að líkja við þá líðann sem að við verðum fyrir þegar við missum náinn ástvin eða skiljum við maka okkar ! Að vera lokaður inni er ekki besta leiðinn alltaf til að bæta fólk og sérstaklega ekki á Íslandi þar sem að við erum frekar langt á eftir í fangelsismálum og gerum kanski ekki nóg til að bæta misindismenn . Að byggja nýtt er kanski ekki sú lausn sem að kemur til að skila þjóðfélaginu betrunarföngum í bata eftir vistunn. Kanski þurfum við að bæta kjör og mentunn fólksins sem að vinnur í fangelsunum það skilar sér allstaðar. Ég hef hvergi séð neina útfærslu á því hvernig á að manna svona fangelsi,enda  eru öryggisfangelsi mjög krefjandi ef vel á að vera og hvar eigum við að taka þá aura þegar við höfum ekki haft rænu á að sinna þeim föngum sem við þó höfðum.....

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er frelsissviftingin ein og sér gríðarleg refsing fyrir flesta og fyrir þann sem ekki þekkir þennan heim, nema af afspurn, virkar Litla Hraun sem hentugt úrræði fyrir þá, sem leiðast út í afbrot vegna óreglu eða fremja glæpi í stundaræði, þ.e. þá sem eru ekki neinir stórglæpamenn í raun og veru.  Þar ætti þess vegna að vera hægt að betra þá, sem þar eru vistaðir.

Núna er hinsvegar harðsvíruðum og skipulögðum glæpum að fjölga mikið og þá þarf viðeigandi fangelsi til að vista slíka glæpamenn, þ.e. öryggisfangelsi með strangri og traustri gæslu.  Þessa menn er líklega ekkert hægt að bæta í fangelsi, enda kæra þeir sig ekkert um það.

Ekkert þjóðfélag getur látið það viðgangast að raunverulegir glæpamenn gangi lausir vegna "húsnæðisleysis".  Borgararnir eiga rétt á vernd gegn hættulegum glæpamönnum og það má ekki spyrjast út í hinn erlenda glæpaheim, að hér á landi sé draumastaður fyrir glæpi, því bæði séu viðurlög væg og fangelsin hin þægilegustu.

Erlendir fangar hafa sagt það sjálfir að Litla Hraun sé eins og lúxushótel miðað við fangelsin í heimalöndum þeirra, enda neita þeir nánast undantekningalaust að afplána refsingu sína í heimalandinu.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2010 kl. 21:40

3 identicon

Við ættum kannski að gera eins og frændur okkar í Svíaríki og láta fólk sem ekki er komið hingað í þeim sýnilega tilgangi til að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt afplána sína dóma í eigin landi það myndi minka álagið gríðarlega hjá fangelsunum ! Þetta var og er gert í miklu mæli í t,d Svíþjóð og hefur reynst nokkuð vel

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband