Nú er verið að skrifa merkilegan kafla í Íslandssöguna

Fari kjörsókn yfir 50% og niðurstaðan verði afgerandi NEI verður það að teljast viðunandi, þó betra væri að þátttakan færi yfir 60%.  Ekki er hægt að reikna með jafn mikilli kjörsókn í atkvæðagreiðslu um eitt málefni, eins og þegar kosið er til Alþingis eða sveitarstjórna.  Jafnvel í forsetakosningum hefur þátttaka stundum verið rétt rúm 60%

Nú er um sögulegar kosningar að ræða og málefnið afar mikilvægt, þ.e. með því að fella Icesave lögin úr gildi, er í raun enginn gildur samningur fyrir hendi lengur, eins og fjallað var um á bloggi í morgun og má sjá hérna og því verða Bretar og Hollendingar að sætta sig við að málið verði aftur komið á algeran byrjunarreit og þá verður væntanlega farið að lögum og tilskipunum ESB varðandi framhald málsins og íslenskir skattgreiðendur leystir úr þeirri snöru, sem kúgararnir hafa hert að hálsi þeirra undanfarna mánuði.

Þetta verður eftirminnilegur dagur og þeir sem sitja heima og taka ekki þátt í þessum stóratburði verða í vandræðum seinna meir með að útskýra fyrir börnum sínum og barnabörnum, hvers vegna þeir tóku ekki þátt í að skapa þennan eftirmynnilega kafla Íslandssögunnar.

Því er ástæða til að skora á þá, sem enn eiga eftir að kjósa, að drífa sig á kjörstað og leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að setja X við NEI.

 


mbl.is Tæplega 43% kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu þessu væli, til hvers að segja nei við úreltan samning sem ekki er lengur á borðinu?

Forsetinn lét eftir ykkur að fá að kjósa um úrelta samninginn, kjósið og látið okkur hina í friði, allir sáttir?

valdimar (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki verið að kjósa um neinn samning.  Það er verið að kjósa um hvort lög um ríkisábyrgð skuli gilda áfram, eða hvort skuli fella þau úr gildi.

Með því að fella lögin um ríkisábyrgðina úr gildi, fellur reyndar upphaflegi Icesavesamningurinn úr gildi, því ákvæði í honum gerði ráð fyrir að hann tæki ekki gildi fyrr en búið væri að veita ríkisábyrgð á hann.  Verði hún ekki samþykkt, hlýtur málið að komast á byrjunarreit og allir geta verið sáttir.

Ef þú skilur ekki um hvað er verið að kjósa, er best fyrir þig að vera heima og lesa þér betur til um málið.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 20:19

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála að ef það koma 50% á kjörstað,þá er það framúrskarandi gott.Við verðum að gera okkur grein fyrir því,að ennþá eru einhverjir,sem styðja ríkisstjórnina.Það er hætt við því,að það hafi fylgt fordæmi þeirra ,hennar hæstvirtu Jóhönnu forsætisráðherra,sem hinum háttvirta fjármálaráðherra Steingrími,og ekki mætt á kjörstað.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.3.2010 kl. 20:21

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Samningurinn er ekki úreldari en svo að hann er í gildi þar til að minsta kosti verður ljóst hver niðurstaða kosninganna í dag verða.

Ef já menn eru fleirri þá fer heimasytjandi "pakkið" að barma sér en í mér mun hlakka þar sem komin verður enn ein ástæða til að yfirgefa skerið.

Ekki vil ég borga neitt umfram það sem tryggingasjóði er skylt að borga.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2010 kl. 20:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Áreiðanlega eru margir sem hafa tekið mark á hvatningu þeirra um að sitja heima í þessum kosningum. 

Þeir hinir sömu munu þá væntanlega gera hið sama í næstu Alþingiskosningum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 20:27

6 identicon

Það er víst verið að kjósa um úreltan samning,(1/2010, lesið lögin), og jú ríkisábyrgð fylgir honum. Þið axel og ólafur lesið lögin og þennan úrelta samning.

Ef samningurinn væri í gildi af hverju í ósköpunum er þá verið að semja um eitthvað annað í dag? Annars verð ég að viðurkenna að það er gaman að sértrúarflokksþrösurum eins og ykkur svo endilega haldi áfram.

Jóhann Geir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er verið að reyna að semja upp á nýtt, vegna þess að meira að segja Jóhanna og Steingrímur gerðu sér grein fyrir því strax 5. janúar, að lögin yrðu felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þau lögðu allt kapp á, að ná nýjum samningi fyrir atkvæðagreiðsluna, til þess að þurfa ekki að þola niðurlæginguna af höfnun þjóðarinnar á þrælalögunum.  Hefði það tekist, hefði Alþingi sjálft fellt lögin úr gildi og þau þóst hafa sloppið fyrir horn.

Það er gott að þú skulir þó hafa gaman af þessu, án þess að skilja nokkuð í því.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 20:57

8 identicon

Allt undir 70% þátttöku er bara skandall. Helmingur þjóðarinnar er að segja forsetanum upp með því að mæta ekki á kjörstað. Staðreynd sem menn eiga að horfast í augu við. Að bera kosningaþátttöku við það sem er að gerast erlendis er bara bull. Helmingur þjóðarinnar er að senda skýr skilaboð út með því að mæta ekki.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:10

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jóhann Geir þarf að gera sér grein fyrir því að þó að forseti synji lögum um staðfestingu þá eru þau samt í gildi.

Þau gilda þar til þau hafa verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslun En ef þau eru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá breyttist ekkert.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.3.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband