Af hverju var málið höfðað hérlendis?

Hæstiréttur hefur vísað frá dómi, kröfu ríkislögreglustjóra um heimild til að leggja hald á 1,7 milljarða króna innistæðu grunaðrar gjaldeyrirsvindlara í Enskilda Banken í Svíþjóð. 

Ekki skal dregið í efa, að lögreglustjórinn hafi talið þörf á því að leggja hald á bankainnistæðurnar, á meðan málið væri í rannsókn, en án þess að það komi fram í fréttinni, hlýtur þetta mál að vera rekið fyrir röngum dómstól.

Haldlagning bankainnistæðna í Svíþjóð, hlýtur að þurfa staðfestingu sænskra dómstóla, en ekki íslenskra, því ef íslenskir dómstólar gætu staðfest haldlagningu eigna íslendinga erlendis, án aðkomu dómstóla í hverju landi fyrir sig, þá væri nú auðvelt að eltast við eignir útrásarmanna í skattaparadísunum.

Því miður getur ekki verið, að málin séu svona einföld.


mbl.is Fá ekki að leggja hald á fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er væntanlega hvergi utan Íslands brot á lögum að eiga frjáls viðskipti með íslenskar krónur, svo dómstólar þar ytra myndu væntanlega ekki vilja heyra á þetta minnst.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:14

2 identicon

Ekkert skrítið við þetta Svíþjóð, Danmark, Bretland og fleyrri þjóðir lifa að stórum hluta á þessu braski. það sem Ísland gleymdi var að byggja upp vara gjaldeyrissjóð sem ætti að vera stór til að verja Íslensku krónuna. Það ætti að vera 1% af tekjum ríkisins að minsta kosti til að efla galdeyrissjóðinn. En svo er það engin þjóð sem getur varist þegar vogunarsjóðir ákveða fella gjaldmiðla. Það fynnast hundruðir dæma um það t.d. Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum. Þetta er nútíma hernaður til að hafa áhrif, hjá stæstu og ríkustu þjóðum heims í dag. Þetta var eitt af vandamálum Svía í kreppuni á 90 áratugnum og fleyrri landa. Þetta er áhrif frálsræðis úr hófi fram. Meðan þessi spilling fær að ganga laus er engin óhultur. Það eru þýski kanslarinn og Bandaríkjaforseti að taka eftir núna, en það er kanski of seint að taka um rassinn þegar kúkurinn er komin í buxurnar. En þessi kreppa er miklu alfarlegari en umheimurinn gerir sér grein fyrir, og kanski nær sér alldrei á strik fyrr en næsta kreppa skellur á, og þá fer allt í bál og brand.

Ingolf (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband