Hvað ætla Hollendingar þá að gera?

Hollendingar segjast ekki ráðgera neinar frekari viðræður vegna Icesave og eru það góðar fréttir.

Eftir að Icesave lög II verða felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars n.k., verða engir samningar í gildi um málið lengur, því Icesave lög I eru í raun fallin úr gildi, því í sá samningur var skilyrtur af hálfu kúgaranna, þannig að hann átti ekki að taka gildi fyrr en búið væri að samþykkja ríkisábyrgð á hann og ríkisábyrgðin var samþykkt með því skilyrði að kúgararnir samþykktu hana.

Ofbeldisseggirnir, bresku og hollensku, höfnuðu fyrirvörum ríkisábyrgðarinnar, þannig að hún verður aldrei gefin út og þar með er samningurinn sjálfur fallinn um sjálfan sig.

Hvað Bretar og Hollendingar ætla að gera, eftir þjóðin hefur sagt hug sinn til ofbeldisverka þeirra, er bara þeirra mál, en ekki íslenskra skattgreiðenda, enda kemur þeim málið ekkert við.

Eftir 6. mars mun ekki þurfa að taka við fleiri "bestu" tilboðum frá þessum fjárkúgurum, því málið á þá að vera úr sögunni, að því er varðar íslenska skattgreiðendur.

Þá verður hægt að snúa sér að þarfari verkefnum, sem mörg hver eru bráðnauðsynleg og þarfnast skjótra úrlausna.


mbl.is Ráðgera ekki frekari viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eina vitræna lausnin er að dómstólar skeri úr um þetta mál.

Jóhann Elíasson, 26.2.2010 kl. 15:30

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Gæti ekki verið meira sammála, núna eigum við að draga sendinefndina heim og bíða eftir næstu hótun. Í millitíðinni undirbúa lögsókn gegn Bretum og þeirra hryðjuverkalaga sem voru sett á okkur og fara fram á 1 milljarð punda í skaðabætur vegna álitshnekki, ólöglegum lagabeitingum gegn NATO þjóð, smánunar, kúgunar, eineltis, fautaskapar, ég gæti týnt til fleira en nenni því ekki.

Sævar Einarsson, 26.2.2010 kl. 15:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ágreinigslaust að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta á að borga út lágmarkstryggingu á hvern innistæðureikning, að upphæð 20.887 evrur.

Bretar og Hollendingar snúa sér væntanlega beint til sjóðsins og semja við hann um hvernig hægt sé að tryggja þessar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.  Hvort þeir þurfi einhver málaferli til þess, er algerlega milli þeirra og sjóðsins.

Málið kemur íslenskum skattgreiðendum ekki við.

Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2010 kl. 15:37

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel samála.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband