Ágætt að hafna boðinu kurteislega

Nýtt "tilboð" er komið frá fjárkúgurunum bresku og hollensku og ef marka má fréttir snýst það um að lækka vexti af kúgunarkröfum sínum vegna tilbúinnar "skuldar" íslenskra skattgreiðenda, sem þeim kemur auðvitað ekkert við, enda tilkomin vegna gjaldþrots einkahlutafélags.

Bjarni Benediktsson kýs að ræða "tilboðið" kurteislega, en gefur í skyn að það sé tæplega til umræðu, en Sigmundur Davið svarar því afdráttarlaust, að þetta nýja útspil kúgaranna sé ekki einu sinni innlegg í neinar frekari viðræður.

Það er í sjálfu sér í lagi að svara ruddum kurteislega, en þó þarf svarið að vera ákveðið og afdráttarlaust.  Í þessu tilfelli er svarið meira að segja einfalt, en það er að benda ruddunum á að snúa sér til rétts aðila með kröfur sínar, en ekki íslenskra skattgreiðenda.

Að því leyti er hárrétt hjá Sigmundi Davið, að svarið verði sent eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það svar verður risastórt NEI.


mbl.is Vill skoða tilboðið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel vor góður !

 Hefur það ekki lengstum verið hygginna manna háttur að " sjá á spilin" ??

 Ef um eingöngu er " hunda" að ræða - þá "pökkum" við auðvitað og segjum " risastórt "NEI."  !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sigmundur Davið mun aldrei samþykkja neitt. Hann vill ríkisstjórnina frá. Hrunflokkana aftur í stjórn.þessi maður á bara heima í Hawiland bankanum í lUX,

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kalli, þetta er ekki spil, sem ríkisstjórnin á að vera að spila í nafni íslenskra skattgreiðenda.  Þess vegna er óhætt að segja pass, búið spil.

Árni Björn, viltu ekki svara spurningunni sem var beint til þín í athugasemdunum við næst síðustu bloggfærslu?

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 22:51

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Axel

Já Axel það er skömm hver sem á í hlut að vera að spila með kjósendur sína eins og þetta fólk (EF FÓLK SKILDI KALLA)Sem telur að þjóðin eigi að borga eða að vera að senda gagnlausa pappíra fram og til bakaeins  eins  og ástfangið par það vita allir heiðvirtir menn og konur að við, það er að sega Íslendingar sem samþiggja þetta ekki.

Og sega NEI NEI NEI. 

Jón Sveinsson, 20.2.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband