Tilboð sem ekki er hægt að hafna????

Sagt er að þegar Mafían í Bandaríkjunum setti mönnum þá úrslitakosti að gera eins og hún segði, eða týna lífinu ella, þá hafi slíkt verið kallað að gera mönnum tilboð, sem þeir gætu ekki hafnað.

Bretar og Hollendingar hafa ástundað vinnubrögð Mafiunnar gagnvart íslenskum skattgreiðendum og reynt að beita þá fjárkúgun til að greiða skuld annars aðila og ekki nóg með það, heldur okurvexti að auki, en Mafían var einmitt líka fræg fyrir háa vexti af "skuldum" sem hún bjó til og ætlaðist til, að óviðkomandi menn greiddu henni.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar innan úr stjórnkerfi Breta, eru Bretar og Hollendingar nú að undirbúa "tilboð sem Íslendingar geta ekki hafnað".  Þar með eru þeir sjálfir búnir að sýna fram á tengsl sinna vinnubragða við kollega sína í bandarísku Mafíunni.

Við fjárkúgara á ekki að semja og ætli þeir að setja fram nýja kröfu um að skattborgarar hérlendis taki á sig greiðslu á skuldum óskyldra aðila, ásamt léttbærari vöxtum, þá á ekki einu sinni að taka við þessu nýja fjárkúgunarbréfi, heldur benda þeim á að snúa sér að réttum skuldara og beita kröftum sínum að innheimtu hjá honum.

Álit sitt á þessari grímulausu fjárkúgun, munu kjósendur sýna í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með risastóru NEIi.


mbl.is Undirbúa nýtt Icesave tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nú er að koma í ljós hvað stóð alltaf til þegar að íslenska sendinefndin kom heim.

Bretar og Hollendingar við samninganefnd> just go home, it will look good for publicity. Then we will make you a new offer. 

Íslensksa samninganefndin> Yes it is best we go home for the weekend. Then when you send your offer and  then the government will pretend to take a look at it. And then early next week we will send back our negotiation team. Let's pray we hafe a new agreement before next weekend. 

Einhvern veginn svona var þetta samið um. Augljóst hvað er í gangi hér.

VIð>ALMENNINGUR Á ÍSLANDI SEGIR NEI VIÐ ICESAVE! Þetta verður bara til þess að enn fleiri segja NEI!

Guðni Karl Harðarson, 19.2.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mun aldrei standa á mér að segja nei.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 00:53

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er rétt Axel - það á ekki að semja við fjárkúgara frekar en aðra hryðjuverkamenn.

Leppar breta og hollendinga í ríkissjórninni eru hinsvegar búnir að vinna vinnuna sína svo vel að við kunnum að standa frammi fyrir því að þurfa að greiða eitthvað - ekki bara láta af hendi "eigur" Landsbankans í bretlandi.

þessi ríkisstjórn breta og hollendinga sem við greiðum laun er búin að klúðra þessu öllu eins og öðrum málum - og enn blaðrar steingrímur og gerir stöðu samninganefndarinnar enn verri en þurfti að vera - trúr þjónkun sinni við breta og hollendinga.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 03:56

4 identicon

Á aþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þykir álíka gáfulegt að fjárfesta Íslandi og í Nígeríu. Og með hverjum deginum sem líður með Icesave óleystan þá minnka líkurnar að hér á landi muni koma inn erlent fjármagn í formi fjárfestinga í atvinnulífinu.

Með hverjum deginum sem líður með samninginn í uppnámi, skaðast orðspor Ìslands sem þjóð til að treysta á í viðskiptum og að koma til baka verður erfiðara og erfiðara.

Íslenska krónan verður með hverjum deginum sem líður studd með gjaldeyrishöftum, verðlausari pappír.

Halda menn að þetta kosti ekki neitt, vilja menn keyra orðsporið algjörlega í botninn þannig að ekki verði aftur snúið. Hvar er þjóðarstoltið?

það grátlega við Icesave deiluna er það að íslendingar eru í raun að sanna það í eitt skipti fyrir öll hve vanþroska þessi þjóð er, hún var reyndar búinn að því all rækilega í útrásinni en er nú að slá endahnútinn.

Ef hægt er að finna einhvern sameiginlega flöt á málflutningi andstæðinga Icesave samningsins þá er hann:

Allt er Ömurlegt.

Ekki er að sjá nokkurstaðar neina sameiginlega stefnu um það hvað á að gera eftir að samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 10:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, þetta er aumur og í raun arfavitlaus málflutningur hjá þér.  Málstaður Íslands erlendis hefur styrkst því meir, sem lenra líður án þess að þrælasamningurinn hafi verið undirgenginn.  Erlent fjárfestingarfjármagn mun ekki stranda á Icesave, ef eitthvað tefur það, þá er það almenn tregða fjármálamarkaða um þessar mundir.  Krónan hefur verið nokkuð stöðug undanfarna mánuði, reyndar verið heldur að styrkjast, án inngripa Seðlabankans, þrátt fyrir höftin.

Þjóðin hefur ekki sýnt vanþroska í Icesave málinu, heldur þvert á móti sýnt bæði þroska og viljastyrk geng árásum erlendra kúgunarþjóða, sem ætla að hneppa hana í skattafjötra til áratuga í sína þágu.

Icesave andstæðingar hafa hvergi svo ég hafi séð, halið því fram að allt væri ömurlegt, eingöngu haldið því fram að samningurinn væri ömurlegur og er það vægt til orða tekið..

Stefnan eftir að lögin hafa verið felld úr gildi er einföld.  Þá getur tekið við ferli eftir íslenskum lögum og tilskipunum ESB, sem beinlínis banna ríkisábyrgð.  Bretar og Hollendingar verða þá einfaldlega að snúa sér að Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og bíða þess að tryggingasjóðurinn innheimti hjá þrotabúi Landsbankans.

Þannig stendur ekki steinn yfir steini í þessari athugasemd þinni og þú ættir að hugsa þessi mál öll betur, áður en þú eyst út svona vonleysisrugli.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband