Ekki hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna - ennþá.

Jóhanna Sigurðardóttir segir að "eins og staðan sé nú, sé líklegast sé að staðið verði við að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesavelögin verði 6. mars" og virðist telja það sér til sérstakra tekna að framfylgja lögum, sem sett hafa verið á Alþingi.

Það er reyndar óviðunandi afstaða, að líklegast sé, að staðið verði við atkvæðagreiðsluna, því hún verður að fara fram, eins og áætlað hefur verið, svo þjóðin geti sýnt Bretum og Hollendingum svart á hvítu, hvern hug hún ber til þeirra, sem reyna að hneppa hana í skattaþrældóm fyrir erlenda fjárkúgara með ólöglegum þvingunum.

Öll vötn erlendis renna nú til stuðnings löglegs málstaðar Íslands í málinu og tafarlaust ætti að lýsa yfir stöðvun samningafunda með bresku og hollensku yfirgangsseggjunum, enda á aldrei að semja við fjárkúgara.

Eftir að kjósendur hafa fellt Icesavelögin úr gildi með eftirminnilegum hætti á að benda þessum árásarþjóðum á að snúa sér til rétts aðila með kröfur sínar, en það er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta og leita leiða með honum til að innheimta lágmarkstryggingu innistæðueigendanna hjá þrotabúi Landsbankans.

Hugmyndin um ríkisábyrgð til þrotabús er gjörsamlega galin og þá ekki síður, að halda að hægt sé að fá skattgreiðendur til að borga vexti af skuldum, sem myndast við gjaldþrot einkafyrirtækja.

Svarið við öllum þessum kröfum er einungis eitt:  NEI


mbl.is Óbreytt áform um kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Félagshyggjuríkisstjórnin sem laug sig inn á þjóðina í síðustu kosningum má ekki til þess hugsa að þessi sama þjóð sem höfð var að fífli geti sagt hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna laumast ríkisstjórnarhyskið í sendiráð annarra þjóða og biður þar grátandi á hnjánum um hjálp til að koma í veg fyrir lýðræðið ...með öllum tiltækum ráðum. Og allt í boði Jóhönnu Sig og Steingríms Joð. Verkin sýna merkin! Ríkisstjórnin er undir stjórn svikahyskis sem gerir allt til að koma í veg fyrir lýðræðið! Og það kemur Icesaveógeðinu ekkert við. Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar ...ekkert lýðræði hér á landi. Í anda flokksráðsfundar VG á Akureyri þar sem foringinn krafðist þess að allir flokksmenn hugsuðu eins og hann sjálfur. Að ganga í takt var það kallað. Nýjasta dæmið er "handröðun" í 4. sæti framboðslista VG á Akureyri þrátt fyrir að kosið hafi verið bindandi kosningu í 6 fyrstu sætin ...og afsögn formannsins þar í framhaldi af því.

corvus corax, 19.2.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband