Skýrslunni hlýtur að seinka ennþá meira

Rannsóknarnefnd Alþingis sendi í gær út bréf til þeirra, sem fá á sig ávirðingar í væntanlegri skýrslu nefndarinnar, þar sem þeim er gefið tækifæri til andmæla.  Andmælafrestur mun vera tíu dagar, en lílegt verður að telja, að margir muni sækja um viðbótartíma, til þess að semja varnarræðurnar, þannig að ekki munu þær allar skila sér í hús, fyrr en um, eða eftir, mánaðamótin febrúar/mars.

Upphaflega átti skýrsla rannsóknarnefndarinnar að koma út þann 1. nóvember s.l., en var síðan frestað til 1. mars n.k., en nú virðist útséð um að hún verði ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mars.  Einhvern tíma mun taka nefndina að fara yfir andmælin og vinna úr þeim, sjálfsagt þarf að taka tillit til einhverra þeirra, en annarra ekki.

Steingrímur J., hafði áhyggjur af því, að ekki væri gott að fá skýrsluna stuttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave þrælalögin, þó þetta tvennt séu aðskildir hlutir, en nú virðast þær áhyggjur hans vera úr sögunni, þar sem ólíklegt er, að skýrslan verði tilbúin fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna.

Líklega hefur verið ákveðið að bíða með að ljúka skýrslunni með tilliti til dagsetningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.


mbl.is Senda út athugasemdabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SKÍTHÆLAR}  FÚLMENNI.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:03

2 identicon

Fyrst maður er að hugsa ljótt hvarflaði það að mér hvort það væri kannski hugsanlegt að meiningin væri að klóra sig í gegnum nýja Icesavesamninga (innan ramma Icesavefrumvarps 1) fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og birta svo þessa skýrslu rannsóknarnefndarinnar með vorinu.

Ef þjóðaratkvæðagreiðslan er enn á planinu er ekki kominn timi til að kjósendur verði undirbúnir undir ákvörðunartöku um hvernig þeir kjósa?

Agla (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 15:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir hljóa að kjósa á einn veg: X NEI

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 15:36

4 identicon

Þakka þér hjálpina Axel Jóhann,

Ég veit að allir rétthugsandi hljóta að kjósa NEI en, þó ótrúlegt sé, er ég bara ekki alveg með það á hreinu hversvegna.

Agla (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Agla, þar er til að skapa nýja og betri stöðu gagnvart Bretum og Hollendingum, þannig að betri og sanngjarnari samningar náist um þessar óhugnanlegu Icesave skuldir Landsbankans og minnka þannig þrældóm íslenskra skattgreiðenda í þágu þessara kúgara.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 16:34

6 identicon

Þakka þér aftur.

Að þessari nýju stöðu fenginni, myndu Bretar og Hollendingar vera líklegir til að sætta sig við að semja innan heimilda Icesavefrumlags 1 eða myndu þeir þá kannski vera til í að skrifa undir eitthvað enn bera og sanngjarnara fyrir okkur?

Agla (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:05

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem þyrfti að fá út úr nýjum samningi er að lágmarki, að mínu mati, viðurkenning á því, að það er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem er í raun gjaldþrota sjálfseignarstofnun, sem skuldar þessar 20.887 evrur á hvern innistæðueiganda.  Sjóðurinn á forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og getur ekki greitt Bretum og Hollendingum, nema jafnóðum og hann fær greiðslur frá þrotabúinu.

Þar sem tilskipun ESB um tryggingasjóði bannar í raun ríkisábyrgðir á sjóðunum, ber ríkissjóði ekki að taka á sig neitt af þessari skuld og alls ekki vexti vegna hennar.

Bretar og Hollendingar greiddu meira en lágmarksupphæðina til innistæðueigenda og með Icesave I og II þvinguðu þeir fram samþykki fyrir því, að þeir fengju greitt jafnhliða íslenska tryggingasjóðnum upp í umframgreiðsluna, sem þýðir, samkvæmt samningnum, að sjóðurinn greiðir helmingi hægar, en annars hefði verið og svo eiga íslenskir skattgreiðendur að borga helmingi hærri vexti, en ef tryggingasjóðurinn hefði algeran forgang í þrotabúið.  Þetta er eins ósanngjarnt og hægt er að hafa það og mundi kosta skattgreiðendur hér á landi 150 - 200 milljarða króna aukalega.

Þessa ósanngirni verður að leiðrétta með nýjum samningi.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 20:14

8 identicon

Kærar þakkir. Áreiðanlega fleiri en ég sem skilja hvers vegna þú ert á móti Icesavesamningunum. Kannski slaka Hollendingar og Bretar á kröfum sínum þegar úrslit Þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggja fyrir.

Mikið mega annars þau okkar sem eiga meira en jafnvirði 20.887 evrra á innistæðureikningnum sínum vera yfirvöldunum þakklát fyrir að okkar innistæður eru tryggðar að fullu samkvæmt Neyðarlögunum, svo lengi sem þau eru í gildi, í öllu falli.

Kveðja

Agla (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:32

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Icesave er prófmál á gallað réttakerfi ESB ef það kemur í ljós að Bretum og Hollendingum ber ekki að fá greitt frá okkur eins og þeir leggja til að við greiðum þá fylgja margar þjóðir í kjölfarið sem eru í svipaðri stöðu og við gagnvart öðrum þjóðum t.d Írar. Eru þið ekki farin að sjá hvað forseti vor Ólafur R Grímsson gerði okkur mikinn greiða að skrifa ekki undir icesave eins og stjórnvöld voru búin að klúðra málunum? Skýrslan verður að fara að koma út við getum ekki beðið lengur þar kemur væntanlega í ljós hvers vegna stjórnvöldum lá svo mikið á að koma icesave í gegn?

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 08:12

10 identicon

Það er ekki hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrr en skýrslan er komin út.

Og að sjálfsögðu verður útkomu skýrslunnar frestað þar til allir sem nefndir eru í henni hafa hvítþvegið sig af glæpunum.

Fyrr er ekki hægt að gefa skýrsluna út.

jón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 12:17

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón það má aldrei verða!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband