Til hamingju Hera Björk og Örlygur Smári

Hera Björk er án vafa ein af bestu söngkonum landsins um þessar mundir, eins og hún sýndi og sannaði með söng sínum í lagi Örlygs Smára í undankeppni Eurovision í kvöld.

Sex lög kepptu til úrslita og aldei þessu vant voru öll lögin vel frambærileg og hefðu sómt sér vel, hvert og eitt, sem fulltrúi landsins í lokakeppninni í Osló.

Spennandi verður að fylgjast með Heru Björk í lokakeppninni og þar mun hún verða landi og þjóð til sóma, þó ómögulegt sé að spá um gang lagsins þar, enda ekkert farið að heyrast af lögum annarra landa.´

Til hamingju Hera og Örlygur og til hamingju Íslendingar með Heru og Örlyg.


mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Já, er ekki gott að við veljum stolið stef

Aðalsteinn Tryggvason, 6.2.2010 kl. 22:21

2 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Kate Ryan - Who Do You Love

Aðalsteinn Tryggvason, 6.2.2010 kl. 22:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ýmsir músikantar hafa hrakið þessa fullyrðingu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Það er bara auðvelt að bera saman lögin, munurinn er ekki heyranlegur

Aðalsteinn Tryggvason, 6.2.2010 kl. 22:32

5 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=fug6BicHKVU

Elvar (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 07:21

6 identicon

Ég held að fyrri árangur Örlygs Smára segi allt sem segja þarf um hvernig kemur til með að ganga; svona auglýsingasullumdrull er löngu dottið úr móð.

Markús (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 09:40

7 identicon

Ég verð að taka undir með þér að þau hefðu öll sómt sér vel.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 10:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Umræðan um lagastuld er ekki ný af nálinni.  Hún hefur fylgt tónlisittin, a.m.k. svo lengi, sem elstu menn muna.  Sjaldnast hefur þó verið hægt að sýna fram á slíkt, þó svo að mörg stef séu lík í mörgum lögum.   Stundum hefur m.a.s. verið samin ný lög kringum gömul stef, án þess að það hafi verið dæmt, sem lagastuldur.

Þar sem endalaust er verið að semja ný dægurlög, er ekki skrýtið að fram komi svipuð lög, en hvort það sé lagastuldur, það er annað mál, sem seint verður útkljáð.

Axel Jóhann Axelsson, 7.2.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband