Af hverji er þessi villimennska ekki stöðvuð?

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt skipum, með manni og mús, undanfarin ár og stunda þessa iðju sína á ótrúlega stóru hafsvæði úti fyrir Sómalíu.  Í sumum tilfellum halda þeir skipum og áhöfnum í haldi, oftast við illan kost, mánuðum saman, eða þangað til einhver greiðir lausnargjald.

Lausnargjald fyrir skipin er mismunandi eftir farminum, sem í skipunum er, en alltaf er um nokkrar milljónir dollara að ræða, í hvert skipti.  Árlega nema þessar "tekjur" ræningjanna tugum milljónum dollara og eru þessir glæpamenn orðnir áhrifamenn í Sómaliu, enda sterkefnaðir, ekki bara á Sómalskan mælikvarða, heldur alþjóðlegan.

Þar sem skipin, sem rænt er, koma frá öllum heimshornum, er stórundarlegt að ekki skuli hafa verið myndaður einhverskonar alþjóðlegur herskipafloti, til þess að ráða niðurlögum þessara þrjóta og koma röð og reglu á þetta hafsvæði, í eitt skipti fyrir öll.

Ef meiri hagsmunir vestrænna ríkja væru í húfi, væri löngu búið að gera innrás í landið, en það hefði kannski takmarkaða þýðingu, þar sem engin raunveruleg yfirvöld eru til staðar í Sómalíu, heldur er landinu stjórnað af mörgum misvaldamiklum glæpaklíkum.

Þjáningar áhafnanna, sem haldið er í gíslingu þarna, hljóta að vera næg ástæða fyrir aðgerðum gegn þessum óþjóðalýð.


mbl.is Grátbiðja um hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er stór alþjóðlegur herskipafloti á svæðinu (hér er listi á Wikipedia) og honum hefur orðið allnokkuð ágengt. Vandinn er að hafsvæðið er svo hrikalega stórt og lögleysan í landinu svo algjör.

Að vissu marki eru menn bara ráðþrota í málinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:08

2 identicon

Að vissu leiti kalla þessar áhafnir þetta yfir sig

að sigla um þetta svæði algjörlega vopna laus er bara heimska

áhafnir flutninga skipa sem sigla þarna ættu að vera vopnaðar og bara skjóta þessa helvítis skrælingja þeir notast við smá tuðrur sem ætti að vera auðvelt að granda

og að vera í einhverri skemmti siglingu á þessu svæði er líka heimska

Kári (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 23:46

3 identicon

Svo hefur hið vestræna réttarkerfi verið að flækjast fyrir mönnum í þessu vandamáli. Það er nefnilega ekki nóg að herskip rekist á vopnaða menn siglandi á alþjóðlegu hafsvæði, því menn eru jú saklausir þangað til að sekt er sönnuð, og hvernig sannarðu svo enginn vafi leiki á, að þessir vopnuðu menn ætluðu að ræna skipi?

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 00:01

4 identicon

Gera bara eins og rússarnir gerðu þegar sómalskir ræningjar ætluðu að ræna skipinu þeirra um hánótt. Þeir leyfðu þeim að leggja bát sínum við skipið, klifra um borð og síðan BAMM öll flóðljóst kveikt og kvikindin skotin í spað með vélbyssum.

Unnar (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 04:31

5 identicon

Síðuhöfundur á auðvitað ekki til nein úrræði en herskipa-eitthvað, byssur og vernd. bla bla.. Allir eiga heimtingu á herskipavernd. Já eða að minnsta kosti hervernd einhverskonar. Bara að það sé her-eitthvað. Er það ekki?

Alveg er það merkilegt hvað margir miðaldra kallar uppi á Íslandi eru svona miklir herforingjar heima hjá sér og þeyta herlúðrana sína milli þess sem þeir tuða í heita pottinum. Þetta eru víst einhverjar rjúpnakallar sem strjúka byssunni meira en eiginkonunni.

...það er auðvitað kappsmál hjá þjóðum heims að dæla skattfé í herskip.. já heilan herskipaFLOTA til að vernda yfirstéttarfólk þegar það stundar áhugamálin sín. Held það væri meiri þörf á að eyða aurunum í mannskap til að hjálpa á Haiti.

Hvað stórskipaumferðina varðar, þá er það löngu sannað að útgerðirnar gætu með auðveldu móti komist hjá öllum sjóránum ef þær drulluðust til að sigla ögn utar og þar með lengri leiðina á áfangastaði - en þær kjósa hinsvegar að sigla nær landi til að spara eldsneyti. Og lenda í sjóránum. Þetta vita þær en taka samt alltaf áhættuna.

Unnar bendir á að áhafnirnar ættu að vera vopnaðar og tæta alla niður með tætarabyssum..

-Það að vopna áhöfn á flutningaskipi myndi sennilega verða til þess að skipverjar væru búnir að kála hver öðrum áður en túrinn væri hálfnaður. Allskonar þjóðabrot og slæmt samkomulag, þrælavinna og allskonar djöfulgangur nægir til að kæfa slíkar hugmyndir strax í fæðingu. Þótt Rússunum hafi tekið að hræða unglingana á gúmmíbátnum, þá sannar það ekki ágæti þess að vopnast. Enda kunna venjulegir skipverjar andskotann ekkert með vopn að fara. Útgerðirnar þyrftu þá kosta þjálfunarprógrömm og kaupa helvítis byssurnar. Kostnaður, kostnaður... og svo er þetta líka fáránleg hugmynd.

Steini (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það á sem sagt að leyfa vopnuðum glæpahópum að ganga lausum, jafnt á landi sem á sjó.  Þú vilt greinilega að barist sé við slíkan óþjóðalýð og morðingja með baunabyssum.

Alveg er merkilegt með svona bullustrokka, eins og Steina, að þeir blaðra bara tóma vitleysu á blogginu, en dettur ekki í hug, að fara út í heim og fá vondu kallana til þess að verða góðir kallar, annað hvort með fortölum, eða baunabyssum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2010 kl. 13:33

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég mæli með því að þú lesir þér til um bakgrunninn, Axel. Þetta er ekki alveg svart/hvítt: http://www.huffingtonpost.com/johann-hari/you-are-being-lied-to-abo_b_155147.html

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.2.2010 kl. 14:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tinna, glæpir eins réttlæta ekki glæpi annarra.  Afsökun allra hryðuverkasamtaka er, að þau séu að berjast fyrir réttlæti og gegn yfirgangi, oftast vestrænna manna.  Það er ekkert frekar hægt að réttlæta framferði sjóræningjanna, frekar en annarra hryðjuverkamanna.

Þessir menn eru ekki á vegum sómalskra yfirvalda (sem varla eru til), heldur kalla þeir sig sjáfboðaliða við strandgæslu, sem er auðvitað tóm vitleysa, enda hertaka þeir hvaða skip, sem þeir ná til, án tillits til farmsins og sækjast raunar eftir skipum með sem verðmætastan farm, til þess að geta gert sem hæstar kröfur um lausnargjald.

Sé það rétt, að eiturefnum hafi verið sökkt við strendurnar af Mafíunni, eða öðrum glæpamönnum, þá er auðvitað skylda vestrænna ríkja, að uppræta það og hreinsa upp, sjá til þess að ekki sé ofveitt á sómölskum miðum og handsama þá glæpahópa, sem sjóránin hafa stundað.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2010 kl. 14:29

9 identicon

Þessir hópar mega svo innilega ganga lausir. Þeir gera ekkert af sér fyrr en aðkomuskip byrja með algerlega ónauðsynlegan átroðning. Og síðan ERU herskip á svæðinu. Það er búið að benda þér á það. Samt ertu óánægður.

Hættu þessu nú og farðu í heita pottinn. Kallarnir eru farnir að bíða.

Steini (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband