Bankagjaldþrot í Sviss???

Nú virðist svissneski UBS bankinn ramba á barmi gjaldþrots, ekki síst vegna aðstoðar sinnar við skattsvikara og aðra fjármálasvindlara veraldarinnar, sjálfsagt einhverja Íslendinga þar á meðal.

Sviss hefur lengi verið eitt aðal bankaland heimsins og þar hefur bankaleyndin verið mikil og svissneskir bankar verið taldir þeir traustustu í heimi.  Það hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, sem fáir hefðu trúað, ef einhver hefði ámálgað, að svissneskur banki væri í gjaldþrotahættu.

Þetta dæmi sýnir, að bankakerfi heimsins hefur nánast allt, verið meira og minna á kafi í spillingu, en eins og allir vita, var það spilling og krosstengsl, út og suður, sem bankastarfsemin á Íslandi þreifst á, undanfarin ár.

Því miður virðast bankakerfi annaa landa ekki hafa verið hótinu betri, enda hafa ríkissjóðir flestra landa neyðst til að ausa ótrúlegum upphæðum af skattfé, til að bjarga sínum bönkum um stund.

Vonandi verður flett ofan af allri ormagryfjunni, áður er yfir lýkur.


mbl.is Varar við gjaldþroti UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúið ekki öllu bullinu, sem vanhæfir fréttamenn láta á þrykk út ganga.

Var að flétta NZZ (Neue Zürcher Zeitung) og einng BAZ (Basler Zeitung), en í Zürich og Basel eru höfuðstöðvar UBS, og sá enga frétt í þessum dúr.

Auðvitað er UBS issue í Sviss og búið að vera lengi. En að hætta sé á gjaldþroti, sýnist mér vera út í hött.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt fréttinni var það dómsmálaráðherra Sviss, sem lét hafa þetta eftir sér.  Þó fjölmiðlar séu sjaldnast nákvæmir, verðum við að trúa því, að rétt sé eftir ráðherranum haft.  Að minnsta kosti þangað til hann ber fréttina til baka.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband