Erlendum stuðningsmönnum fjölgar

Þeim fer sífjölgandi, erlendu sérfræðingunum, fréttamönnunum og fréttaskýrendunum, sem tala máli Íslands í deilunni um þrælasamningana við Breta og Hollendinga.  Í hvert sinn, sem nýjir aðilar koma fram og styðja þann réttláta málstað Íslendinga, að þeir beri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka, þá kemur Steingrímur J. fram á sjónarsviðið og segist vera löngu búinn að fara yfir slík rök og samkvæmt sinni athugun og skoðun, standist slík rök ekki, en Bretar og Hollendingar eigi allann rétt í málinu og þess vegna beri honum að berjast fyrir þeirra málstað.

Nú síðast í dag, í Silfri Egils, segir fréttaskýrandinn Max Keiser, að Gordon Brown og Alistair Darling séu hryðjuverkamenn, sem hafi unnið hryðjuverk gegn íslenskum efnahag og ættu að greiða Íslendingum háar skaðabætur vegna óhæfuverka sinna.

Kaiser var viðstaddur fund erlendra bankamanna á 101 Hóteli Jóns Ásgeirs í Bónus, fyrir nokkrum árum, þar sem þeir lýstu því, hvernig þeir tækju stöðu gegn íslensku krónunni.  Menn geta velt því fyrir sér, hvort að um algera tilviljun hafi verið að ræða, að fundurinn hafi einmitt verið haldinn á þessu hóteli.

Að lokum vil ég taka mér það Bessaleyfi, að gera þessi orð Kaisers að mínum:

"Keiser segir eðlilegt að lögsækja bankamennina íslensku sem beri ábyrgð á hruni bankanna. Hann segist von að þeir fái harðari refsingu heldur en þeir fái í Bandaríkjunum. 

Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki verða skuldaþrælar næstu áratugina þá greiði þeir að sjálfsögðu atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni."
 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir sérfræðingar þínir skipta nákvæmlega engu máli. Það eru ekki þeir sem ríkisstjórnin þarf að semja við, eða ritstjóra eða aðra sem hafa skrifað eitthvað fallegt um Ísland. Þetta eru menn sem hafa enga ábyrgð í Icesave málinu. Skipta engu máli. Þetta eru ekki viðsemjendur okkar.

Í besta falli getum við yljað okkur svolítið við orð þeirra - vegna þess að þau eru jú hlýleg. En skipta engu máli. Þeir þurfa ekki að svara fyrir gerðir sínar gagnvart kjósendum sínum - vegna þess að enginn kaus þá.

Öðru máli gegnir um sjálfa viðsemjendurna. Þeir munu ekki gefa afslátt til okkar og vísa í orð einhverra ritstjóra þegar þeir ráðstafa skatttekjum kjósenda sinna.

Steini (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 14:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ÆÆ, einn uppgjafarhermaðurinn enn.  Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki neina heimild til að leggja háar skattgreiðslur á landa sína í þágu erlendra kúgunarríkja, nema fyrir því væru ótvíræðar lagalegar forsendur.

Lestu íslensk lög og tilskipanir ESB um tryggingasjóði innistæðueigenda og sannfærðu sjálfan þig um lagalega stöðu Íslands í þessu máli.

Meira að segja Steingrímur J. viðurkennir að samningarnir um Icesave sé pólitískir samningar, en ekki byggðir á lögum.

Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að svara fyrir sínar gerðir gagnvart sínum kjósendum, ekki síður en breskir og hollenskir.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 15:44

3 identicon

Ljómandi færsla.  Steini er augljóslega einungis búinn að kynna sér áróður Breta og Hollendinga sem þeirra talsmenn hérlendis halda fram.  Fæst af því hefur nokkur sinnum heyrst frá viðsemjendum.  Sjálfsagt ekki tilbúnir að leggjast jafn lágt og íslenskir hagsmunagæslumenn þeirra í ríkisstjórninni og fylgismanna hennar.  Nær ekki 30% landsmanna.

Lagalegur réttur okkar er óumdeilanlegur eins og tugir virtustu lagasérfræðingar hér - sem erlendir hafa sýnt og sannað með frábærum greinaskrifum sem engin hefur reynt að hnekkja.  eir sem hafa verið duglegastir eins og lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Sigurður Líndal sem og Lárus Blöndal hrl. hafa ítrekað gengið eftir lagaálitum erlendra sérfræðinga sem Steingrímur J. hefur ítrekað sagt að ráðuneytið hafi, án þess að nokkuð hefur gengið.  Hugsanlega eru það einu gögnin sem hafa verið skrifuð um lagalegar skyldur okkar, þas. ef einhver eru til?  Sem er líklegasta skýringin. 

Það er tekið skýrt fram í Icesave 2 samningnum sem forsetinn vísaði í þjóðaratkvæði, að íslensk stjórnvöld viðurkenni ekki greiðsluskyldu þá sem Bretar og Hollendingar krefjast að við gerum.  Þetta ítrekaði Jóhanna Sigurðardóttir í bréfi sínu til Gordons Browns forsætisráðherra Breta, eftir að hann hefði reynt að misstúlka fyrra bréf hennar, og það eftir nokkurra mánaða þögn eftir að hún sendi honum bréf um stöðu Icesave málsins.  Steingrímur J. Sigfússon er nýverið í fyrsta skipti búinn að viðurkenna þessa grundvallar staðreynd um stöðu okkar í deilunni.  Engin réttaróvissa er um að það er EES kerfið sem brást, og er ábyrgt fyrir hvernig fór.  Ekki íslenska þjóðin né kerfið sem hún ber ábyrgð á. 

Meðfylgjandi er partur úr ræðu Wouter Bos, núverandi fjármálaráðherra Hollands hélt tæpum 6 mánuðum eftir hrun.  Hann er sami fjármálaráðherra og ríkisstjórn Steingríms J. og Jóhönnu semja við í dag og hafa augsýnilega neytt til að taka málstað þeirra gegn íslensku þjóðinni:

"The question is how to achieve this. First and foremost, European countries need to take a close look at how the deposit guarantee scheme is organised.
It was not designed to deal with a systemic crisis but with the collapse of a single bank."

Lausleg þýðing:  Wouter Bos sagði um innstæðutryggingakerfið evrópska að það væri ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur fall einstaks banka. Evrópuríki þurfa því, að hans sögn, að endurskoða innstæðutryggingakerfið.

http://www.minfin.nl/english/News/Speeches/Wouter_Bos/2009/02/Six_Questions_for_the_Banking_Sector

Er ekki kominn tími til að allir Íslendingar opni augun fyrir því að verið er að reyna að svíkja þjóðina inn í Evrópuskrímslið gegn hennar vilja og Icesave hroðinn er helsta verkfærið.  Að því standa landsmenn sem ganga erinda Breta og Hollendinga og flokkast örugglega ekki undir þá sem teljast til föðurlandsvina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband