NEI, NEI, og aftur NEI

Ef markmið Steingríms J. og hinnar þverpólitísku "samninganefndar" á að vera það eitt, að væla út örlitla lækkun á vöxtum af skuld, sem íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að greiða, þá er betra heima setið, en af stað farið.

Nýr samningur verður að byggjast á þeim íslensku lögum og tilskipunum ESB um tryggingasjóði innistæðueigenda, en ekki á því að sætta sig endanlega við kúgun og yfirgang Breta, Hollendinga, noðurlandanna, ESB og AGS.  Lágmarkskrafa er, að "samningur" byggist á lögvörðum réttindum Íslendinga, en ekki einungis um vexti af greiðslum til fjárkúgara.

Íslenskur almenningur verður að láta vel frá sér heyra um þessa nýjustu hugmynd að uppgjafarskilmálum og krefjast þess að alls ekki verði "samið" á þessum nótum og þjóðaratkvæðagreiðslan slegin af á svo aumingjalegum forsendum.

Kúgurunum mun ekki vaxa neinn skilningur á einarði afstöðu Íslendinga, nema lögin verði felldu úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu stóru NEI.


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr. Algjörlega sammála þér Axel.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 08:50

2 identicon

Þarna er skínandi góð mynd af okkar politíkusum.  Engar lækkaðar vaxtagreiðslur.  Komið með upp á borðið það sem þið eruð að fela fyrir alþjóð, og  það strax.

jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 09:02

3 identicon

Hvar er byltingin núna??

Þetta er ofur einfalt! VIÐ, ALMENNINGUR EIGUM EKKI AÐ BORGA BRÚSANN FYRIR ÞESSA MESTU GLÆPAMENN ÍSLANDSSÖGUNNAR þ.e. björgólfsfeðgar.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 09:02

4 identicon

Algerlega sammála þér og allir þessir stjórnmálamenn þó svo þeir sameinuðust í einum flokki eru algerlega umboðslausir í frá þjóðinni í þessu ICESAVE klúðri sem þeir eiga meira og minna allir stóran þátt í.

Við þurfum því að fá þessa lýðræðislegu þjóðaratkvæðagreiðslu og þar þarf þjóðin að segja NEI, NEI, NEI hingað og ekki lengra, þannig að Bretar og Hollendingar taki eftir því og ekki síður Íslensku stjórnmálaflokkarnir.

Þá verður kanski hægt að setjast að samningaborðinu aftur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 09:03

5 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Axel minn! Heldur þú virkilega að við ráðum einhverju um viðbrögð Hollendinga og Breta varðandi endanlegar úrlausnir Icesave "tæru snilldarinnar" sem á Haarde stjórnartímanum var gróðursett í þessum löndum (illu heilli), með blessun seðlabanka og fjármáleftirlits okkar, sem stýrt var af innmúraðri og útvaldri klíku Sjálfstæðismanna? Klíku sem ekki hafði nokkra getu eða vilja til að hugsa um annað en hanga á valdastólum, skara eld að eigin köku, í heimi veðlausra kúlulána, og útdeilingu á fé almennings til vina vandamanna og flokksvina í formi lána til ábyrgðarlausra eignarhaldsfélaga. Hér heima afskrifa menn slíka tugmiljarðagreiða, jafnvel lán til sjálfra sín!! En svo hljóp fjandinn í spilin: Bresk og Hollensk yfirvöld fyndu óþef af svona hegðan okkar í sínum löndum, og brugðust hart við, og stoppuðu geimið, og gerðust argir og kröfðust endurgreiðslu á ránsfeng okkar manna, með vöxtum og vaxtavöxtum! Spurðu hvort við vildum heldur verða hengd eða skotin? Aðrir kostir voru ekki í boði á þeim bæjum. Hver tekur mark á "dverg" sem stendur með hengingaról Alþjóða gjaldeyrissjóðsins strekkta um háls á aftökupallinum þó hann tuði um óréttlæti og telji að hann geti sett böðlunum afarkosti, það er bara ekkert mark tekið á greyinu lengur! Þannig er staða okkar þjóðar í dag. Við erum nær gjaldþrota smáþjóð 320 þús. hræður, sundurþykkur söfnuður, men getur ekki komið sér saman um neitt! Alþjóðasamfélagið hefur okkur núna eins og lús undir nögl, og þarf bara að þrýsta örlítið fastar á pöddugreyið, og þá er úti ævintýri okkar!!! Forystusauður ykkar sjallanna, snýst í hringi, er ýmist með eða á móti og þið hin (allavega nokkur) jarmið með! Aðrir ábyrgari í flokknum minnast þess að við lentum í þessu foraði fyrir tilverknað og undir stjórn þessa sama flokks, þó sumir hafi gleymt því. Það breytir engu fyrir framgang málsins nú, að hrópa í örvæntingu NEI, NEI!! Það hlusta engir málsmetandi á okkur hjá Bretum og Hollendingum! Hér þarf eitthvað annað en gaspur í Valhöll að koma til. Við erum ekki í stöðu til að setja þessum stóru þjóðum afarkosti, við núverandi aðstæður. Hugleiðum það!!

Stefán Lárus Pálsson, 16.1.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband