Eru umsagnir "valinkunnra manna" ekki allar af sama toga?

Vegna afgreiðslu erinda um "uppreist æru" hefur verið farið fram á umsagnir þriggja "valinkunnra manna" um skikkanlega hegðun viðkomandi glæpamanns eftir afplánun fangelsisvistar, oftast í a.m.k. fimm ár eftir tugthússvistina.

Umsagnir þessara "valinkunnu" eru ekki réttlæting af neinu tagi á verknaði glæpamannanna, né ábyrgð á því hvernig þessir menn muni haga sér til framtíðar, en vottunin snýr eingöngu að því að lýsa eftir bestu vitun um óaðfinnanlega hegðun á undangengnum árum, að viðkomandi hafi tekið á sínum málum og jafnvel verið duglegir og samviskusamir í vinnu.

Allt ferlið er hugsað sem aðstoð við viðkomandi afturbataglæpamann að verða virkur í samfélaginu á ný, enda ávallt talað um að fangelsun eigi ekki eingöngu að vera refsins heldur betrun afbrotamannsins.  Sem sagt allt á að snúast um að endurhæfa viðkomandi og gera hann á ný að nýtilegum borgara í þjóðfélaginu, þó það sé fyrst og fremst í hans eigin höndum að vinna sér traust samborgaranna aftur.

Allt væri þetta auðskiljanlegt ef ekki hefði upp á síðkastið nánast verið glæpavætt að hafa skrifað slíkar umsagnir um fyrrum glæpamenn og jafnvel reynt að gera einstaka stjórnmálaflokka ábyrga fyrir þeim glæp umsagnaraðilanna að hafa viljað taka þátt í að aðstoða afturbataglæpamenn í ferli þeirra til að betrumbæta líf sitt.

Það undarlega við umræðuna í þjóðfélaginu er að svo virðist sem hinir "valinkunnu" fái misjafna meðhöndlun eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hafi stutt samkvæmt áliti þeirra sem mest fjalla um málin á samfélagsmiðlunum.

Það virðist sem sagt annað gilda um umsagnir Tolla Mortens en Benedikts Sveinssonar, þó enginn efnislegur munur sé á umsögnum þeirra og báðir að vitna um breytta hegðun manna sem höfðu afplánað fangelsisdóm fyrir viðurstyggilega glæpi.


mbl.is Gögn aftur til 1995 afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband