Ósvífin skattahækkanaáform fjármálaráðherra

Með fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018 eru boðaðar svívirðilegar skattahækkanir á mörgum sviðum, t.d. hækkun skatta á áfegni og tóbak og ótrúlega bíræfnar hækkanir á bifreiðasköttum, sem þó er alls ekki ætlað að renna til vegaframkvæmda.

Óli Björn Kárason og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um að meirihluti sé á þinginu fyrir þessum skattahækkunum og verður að treysta því að þeir berjist með oddi og egg gegn þessum ófyrirleitnu áformum fjármálaráðherrans.

Stjórnarandstöðunni finnst aldrei nóg að gert varðandi skattahækkanir og því er alls ekki ótrúlegt að hún sameinist um að styðja fjármálaráðherrann í þessu efni og þannig kæmi ráðherrann álögunum í gegn um þingið í óþökk meirihluta þjóðarinnar og vonandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Kæmi þessi staða upp í þinginu væri ríkisstjórnin auðvitað fallin og í framhaldinu yrði þá vonandi boðaða til nýrra kosninga, þó hugsanlegur möguleiki yrði á nýrri vinstri stjórn undir forsæti VG með þátttöku allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins.  

Stjórnarslit, frekar en skattahækkanir, er sá möguleiki sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að velja til að standa undir stefnu flokksins og væntingum kjósenda flokksins.  Þar er ekki hægt að semja um neina afslætti, aðra en afslætti á núverandi skattlagningu, þ.e. með lækkun skatta í stað hækkunar.

Framundan eru kjarasamningar og með tekjuskattsinnheimtu sinni mun ríkissjóður gleypa hátt í fjörutíu prósent þeirra launahækkana sem um semjast til handa launþegum.  Sá tekjuauki ríkisins hlýtur og verður að duga óseðjandi fíkn stjórmálamanna í aukna hlutdeild í ráðstöfunartekjur almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki látið þessar hótanir um skattahækkanir yfir sig ganga án harkalegrar mótspyrnu.


mbl.is Eru efins um þingmeirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband