Siðlaust þing eða þingmenn?

Á Alþingi rífast þingmenn um það hvort þingið eða einstakir þingmenn séu siðlausir vegna samþykktar samgönguáætlunar án þess að láta sér detta í hug að gera ráð fyrir þeim kostnaði á fjárlögum sem þeirri áætlun myndi fylgja.

Þessi vinnubrögð eru reyndar undarleg, þar sem stuttu fyrir samþykkt samgönguáætlunarinnar hafði verið samþykkt fjármálaáætlun  til næstu ára án þess að gert væri ráð fyrir nándar nærri nógu miklum fjármunum til að hægt væri að standa við samgönguáætlunina.  Til að kóróna delluna voru fjárlög samþykkt án þess að nokkur þingmaður myndi eftir, eða að minnst kosti dytti í hug að standa við, nýsamþykkta samgönguáætlun.

Ráðherrum ber að starfa eftir samþykktum Alþingis og eru fyrst og fremst bundnir af fjárlögum, enda óheimilt að veita fé úr ríkissjóði sem ekki hefur verið ráð fyrir gert við samþykkt fjárlaganna.

Þrátt fyrir þá skyldu ráherra ganga ýmsir þingmenn af göflunum þegar samgönguráðherra reynir að forgangsraða vegaframkvæmdum í samræmi við það fjármagn sem hann hefur til ráðstöfunar samkvæmt samþykktum fjárlögum.  

Fjárlög eru lög og áætlanir verða að víkja, geri þingheimur ekki ráð fyrir þeim við samþykkt fjárlaganna.

Sú ályktun sem af þessu má draga er að það sé siðlaust að samþykkja útgjalda- og framkvæmdaáætlanir án þess að gera ráð fyrir tekjum til að fjármagna loforðin.

Vonandi læra þingmenn að innistæðulaus kosningaloforð og að gefa þjóðinni falskar vonir um framkvæmdir séu bæði óþolandi og siðlaus.

 


mbl.is Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband