Látum skynsemina ráða

Allt útlit er fyrir góða kjörsókn í Alþingiskosningunum í dag eins og mikil aukning utankjörfundaratkvæða gefur fyrirheit um og að um hádegi höfðu talsvert fleiri mætt á kjörstaði en um sama leyti í fyrra.

Eftir kosningarnar í fyrra tók margar vikur að mynda ríkisstjórn, en að lokum var mynduð þriggja flokka stjórn með aðild Bjartrar framtíðar, sem fljótlega sýndi að þar var um flokk að ræða sem hvorki hafði getu eða úthald til stjórnarsamvinnu.

Flokkurinn fór endanlega á taugum og hljópst frá ábyrgð sinni vegna slæms gengis í skoðanakönnunum.  Slíkt ábyrgðarleysi kunna kjósendur ekki að meta og því mun flokkurinn þurkast út og hverfa af þingi eftir kosningarnar í dag.

Sá stjórnmálaflokkur sem sýnt hefur og sannað undanfarna áratugi að sé sá eini sem treystandi er til að stjórna af festu og ábyrgð er Sjálfstæðisflokkurinn og er ótrúlegt annað en að kjósendur muni verðlauna hann með góðri kosningu og kasti ekki atkvæðum á ósamstæða smáflokka.  Slíkt yrði ávísun á nýja stjórnarkreppu sem að lokum myndi leiða til myndunar margra flokka ríkisstjórnar sem nánast yrði óstarfhæf frá fyrsta degi.

Á lokaspretti kosningabaráttunnar í sjónvarpinu í gær, þar sem fulltrúar flokkanna tókust á um stefnumál sín, sýndi og sannaði Bjarni Benediktsson enn og aftur að hann ber höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga og að engum sé betur treystandi til að leiða þjóðina inn í framtíðina og til áframhaldandi velferðar.

Bjarni átti gullkorn þáttarins þegar hann sagði:  "Það er ótrúlegt að heyra því haldið fram hér að það hafi verið eitthvað gefið eftir af skattstofnum, þegar við höfum verið að auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu.  Þetta er hugmyndafræðileg atriði, þegar við hugsum um vinnandi fólk, í Sjálfstæðisflokknum, þá sjáum við fyrir okkur harðduglega Íslendinga sem eru að framfleyta fjölskyldum.  Þegar vinstri menn hugsa um vinnandi fólk þá sjá þeir fyrir sér skattstofn."

Látum skynsemina ráða og setjum X við D á kjörseðlinum.


mbl.is Yfir 26 þúsund utankjörfundaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband