Hvað vilt ÞÚ láta hækka skattaálögur á SJÁLFAN ÞIG mikið?

Allir stjórnmálaflokkarnir, sem bjóða fram lista í komandi Alþingiskosningum, nema Sjálfstæðisflokkurinn boða gríðarlegar skattahækkanir til að fjármagna kosningaloforð sín sem hljóða upp á aukin ríkisútgjöld á bilinu frá fjörutíu til sjötíuogfimm milljarða króna árlega.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ámálgað nokkrar skattalækkanir og stöðugleika efnahagsmálanna á næstu árum og bendir á nauðsyn þess að halda verðbólgu lágri, eins og hún hefur verið undanfarin ár, og að hægt hafi á hagsveiflunni og með óhóflegri aukningu ríkisútgjalda aukist hætta á harði lendingu í efnahagslífinu og þar með miklum skelli á afkomu almennings.

Skattahækkanaflokkarnir lýsa því hver um annan þveran að skattbyrði almennings yrði ekki aukin, heldur eigi að "hliðra til í skattkerfinu" og leggja háu skattana á hátekju- og eignafólk, en sýnt hefur verið fram á að slíkar "hliðranir" munu einungis auka tekjur ríkissjóðs um tiltölulega fáa milljarða króna.

Það sjá allir, sem vilja sjá og skilja, að ríkisútgjöld verða ekki aukin um 40-75 milljarða króna án stórfelldra skattahækkana á almenning í landinu.  Jafnvel þó látið verði líta út fyrir að fyrst og fremst verði um hækkun fyrirtækjaskatta að ræða, eða að skattar verði hækkaðir á alla aðra, munu allar skattahækkanir lenda að lokum á almenningi, enda engin annar til að standa undir ríkisútgjöldunum en hinn almenni borgari.

Vegna þessa verða allir kjóendur, hver einasti, að vera búinn að gera upp við sig hvort og þá hve mikið þeir vilja skerða lífskjör sín áður en hann merkir við flokk á kjörseðlinum.  Spurningin sem svara verður er einfaldlega:  HVAÐ VILT ÞÚ LÁTA HÆKKA SKATTAÁLÖGUR Á SJÁLFAN ÞIG MIKIÐ?


mbl.is Girða fyrir svigrúm til skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband