Stjórnarkreppa eftir kosnignar???

Miðað við skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem er í takt við aðrar undanfarið, er varla útlit fyrir annað en að um alvarlega stjórnarkreppu verði að ræða eftir kosningarnar um næstu helgi og að jafnvel þurfi að kjósa aftur í vor.

Samkvæmt venju mun forseti fela núverandi ríkisstjórn að sitja sem starfsstjórn þangað til ný yrði mynduð, sem alveg öruggt er að mun taka langan tíma.  Líklegra er reyndar að það muni hreint ekki takast gangi spár um kosningaúrslitin eftir.

Starfsstjórn hefur ekki umboð til að leggja fram önnur þingmál en þau sem algerlega bráðnauðsynleg eru og skylda þingsins er að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Fjárlög núverandi stjórnarflokka, sem auðvitað eru löngu tilbúin, munu því verða nánast einu lögin sem samþykkt verða á næstu máuðum.

Viðreisn hefur sýnt lítinn áhuga á að starfa í vinstri stjórn og vinstri flokkarnir þykjast a.m.k. ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki.  Samkvæmt skoðanakönnunum yrði þá eini möguleikinn til að mynda stjórn með nægan þingmeirihluta vera stjórn Pírata, Vinstir grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.  

Myndun slíkrar stjórnar hlýtur þó að vera ósennileg vegna þess að af fimmtán líklegum þingmönnum Pírata yrðu þrettán þeirra nýliðar á þingi og hópurinn þar með algerlega óreyndur, ósamstæður og flokkurinn lengi að taka ákvarðanir í stórum málum.

Skoði kjósendur ekki hug sinn betur en skoðanakannanir benda til núna, munu þeir sitja uppi með skelfilega fjögurra flokka vinstri óstórn eða það sem líklegra er, langvarandi stjórnarkreppu og nýjar kosntingar á vördögum.  


mbl.is Áfram sveiflast fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband